Óvenjulega gæfur hrafn gefur frá sér einkennileg ástarhljóð Varpstofn hrafna í Reykjavík hefur stækkað töluvert á síðustu árum. Fuglarnir para sig á þessum árstíma og eru því mjög áberandi í borginni. Við hittum ungan hrafn í leit að ást en hann fann í staðinn góðan vin í fréttamanni okkar. 9.2.2022 21:00
Áform borgarinnar minni á ævintýri H. C. Andersen Formaður Fuglaverndar segir áformaða landfyllingu í Skerjafirði eyðileggja einstakt fuglalíf í borgarlandinu. Íbúar safna nú undirskriftum til að stöðva framkvæmdina og eru vongóðir um að stjórnmálamenn séu meðfærilegri nú rétt fyrir kosningar. 9.2.2022 20:00
Þurfa að hlaupa 76 kílómetra á dag til að vera „frábær“ í starfi Óraunhæfar kröfur eru gerðar til ræstingafólks sem brjóta í bága við vinnuverndarlöggjöf að mati Vinnueftirlitsins. Til að ná því sem er skilgreint sem „frábær árangur“ í starfi heilan vinnudag er ætlast til vinnuálags sem samræmist því að hlaupa næstum tvö maraþon. 8.2.2022 20:00
Segja Sólveigu Önnu ljúga um umfang kvartana Hópur kvenna sem kvartaði undan framkomu Viðars Þorsteinssonar, þáverandi framkvæmdarstjóra Eflingar, sakar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um að hafa ekki brugðist við þeim kvörtunum. Þær segja Sólveigu Önnu ljúga þegar hún segist aðeins hafa „eftir krókaleiðum“ fengið umkvartanir í eitt skipti. 8.2.2022 13:34
Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7.2.2022 17:30
Skilur ekki hvers vegna Þórólfur og Willum taka menningu fram yfir háskólastarf Óljóst er hvort næstu afléttingar á sóttvarnatakmörkunum verði kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Ráðherra Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að fjarlægðaregla verði afnumin í háskólum og skilur ekki hvers vegna heilbrigðisráðherra tekur menningarviðburði fram yfir háskólastarf. 7.2.2022 13:38
Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. 7.2.2022 12:10
Reyna ekki að ná þeim látnu upp fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag Lík flugmanns og þriggja farþega sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu og á minnst 37 metra dýpi. 6.2.2022 22:20
Fólk geti gert ráð fyrir að mæta ekki í vinnu og skóla í fyrramálið Almannavarnir funda nú með Veðurstofunni og Vegagerðinni um hvort biðlað verði til skóla að hafa lokað á morgun og vinnustaða að fá starfsfólk sitt seinna til vinnu. Búist er við því að mjög þungfært verði á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og vilja Almannavarnir að sem fæstir séu á ferð á meðan verið er að ryðja göturnar. 6.2.2022 14:50
Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6.2.2022 12:01