Royal færir sig frá Lundúnum til Mílanó Brasilíski hægri bakvörðurinn Emerson Royal er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu frá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur. Hann kostar Mílanó-liðið 15 milljónir evra eða rúma 2,2 milljarða íslenskra króna. 12.8.2024 18:31
Aðstoðarþjálfarinn Kjartan Henry á bekknum hjá FH FH heimsækir KR í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Athygli vekur að KR-ingurinn fyrrverandi, Kjartan Henry Finnbogason, og núverandi aðstoðarþjálfari FH er skráður á varamannabekk liðsins í kvöld. 12.8.2024 17:45
Áfrýja stigafrádrættinum en ekki leikbanni þjálfarans fyrrverandi Knattspyrnusamband Kanada hefur áfrýjað stigafrádrætti kvennalandsliðs þjóðarinnar en ekki leikbanni þjálfara þess. 30.7.2024 07:01
Dagskráin í dag: Blikar þurfa sigur í Kósovó Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Helst ber þó að nefna leik Breiðabliks og Drita ytra í Kósovó en heimamenn leiða 2-1 eftir fyrri leik liðanna. 30.7.2024 06:01
Matthías frá keppni næstu átta vikurnar Þúsundþjalasmiðurinn Matthías Vilhjálmsson mun ekki leika með Íslands- og bikarmeisturum Víkings næstu átta vikurnar vegna meiðsla. 29.7.2024 23:30
Orri Steinn í bréfaskiptum við framherja sem einnig vill gullskóinn Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins, reiknar með að hann og Conrad Harder, framherji Nordsjælland, verði í harðri baráttu um gullskó efstu deildar danska fótboltans. Þeir tveir hafa byrjað tímabilið af krafti og þegar átt í bréfaskiptum. 29.7.2024 23:01
Glódís Perla bætti meistaraskildinum við í ótrúlegt bikarsafn Bayern Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München í fótbolta og því við hæfi að hún hafi opinberlega bætt meistaratitlinum sem félagið lyfti í vor við ótrúlegt bikarsafn félagsins. 29.7.2024 22:31
Grétar Snær rifbeinsbrotinn Grétar Snær Gunnarsson, leikmaður FH í Bestu deild karla, er með þrjú brotin rifbein eftir leik sinna manna gegn Vestra á Ísafirði í gær, sunnudag. 29.7.2024 21:45
Áframhaldandi meiðslavandræði KR: Stefán tognaður Stefán Árni Geirsson var í byrjunarliði KR þegar liðið tók á móti KR í Bestu deild karla í kvöld. Það var hins vegar stutt gaman þar sem þessi skemmtilegi leikmaður fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. 29.7.2024 21:15
Greindist með kórónuveiruna degi eftir að vinna til silfurverðlauna Hinn breski Adam Peaty vann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í gær, sunnudag. Í dag, mánudag, greindist hann svo með Covid-19. 29.7.2024 20:31