FH og Valur verji titlana en nýliðarnir falli Íslandsmeistarabikararnir í handbolta verða áfram í Kaplakrika og á Hlíðarenda ef marka má árlega spá þjálfara, leikmanna og formanna félaganna í Olís-deildunum. 3.9.2024 13:59
Metin kolféllu í kaupum á fótboltakonum Aldrei hefur meira fé verið varið í kaup á leikmönnum í knattspyrnu kvenna en nú í sumar, og eyðslan í sumarglugganum er meira en tvöfalt meiri en í fyrra. 3.9.2024 13:04
Sparkar Bergwijn úr landsliðinu fyrir að velja Sádi-Arabíu Þjálfarinn Ronald Koeman hefur enga þolinmæði fyrir því að leikmenn á besta aldri, eins og hinn 26 ára Steven Bergwijn, velji að spila fótbolta í Sádi-Arabíu. 3.9.2024 11:30
Hvetur Íslendinga til að minnast Sarkic sem var í fríi með íslenskri konu Svartfellingar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli á föstudaginn í sínum fyrsta leik eftir andlát markvarðar liðsins, Matija Sarkic, sem lést í júní 26 ára að aldri. 3.9.2024 11:03
Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara Fylkiskonur unnu torsóttan en afar mikilvægan 2-1 útisigur gegn Stjörnunni í gærkvöld og eru nú með örlögin í eigin höndum, í fallbaráttu Bestu deildar kvenna í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi. 3.9.2024 10:33
„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3.9.2024 10:03
Fagnað um miðja nótt af þúsundum stuðningsmanna Nígeríski fótboltamaðurinn Victor Osimhen lenti í Istanbúl um miðja nótt en það kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna Galatasaray tækju á móti honum. 3.9.2024 09:33
Sonja tólfta í síðustu grein Íslendinga Sundkonan Sonja Sigurðardóttir varð í 12. sæti í 100 metra skriðsundi, í flokki S3, á Ólympíumóti fatlaðra í París í dag. 3.9.2024 09:06
Næsthæsti maður heims þarf að sofa á gólfinu í París Einn af þeim sem óhjákvæmilega vekja hvað mesta athygli á Ólympíumóti fatlaðra er Morteza Mehrzad enda er hann næsthávaxnasti maður heims, eða 2,46 metrar að hæð. Að vera svo hávaxinn hefur sína kosti og galla. 3.9.2024 08:33
Bjóða Sindra hjartanlega velkominn í vottað hlaup Eftir að hafa slegið 24 ára gamalt aldursflokkamet hlauparans mikla Kára Steins Karlssonar, en ekki fengið það skráð, hefur hinn 15 ára gamli Sindri Karl Sigurjónsson verið boðinn sérstaklega velkominn í Hjartadagshlaupið í ár. 3.9.2024 08:02