Jóhann og Arnór æfðu en ekki Gulli og sungið fyrir Ísak Ekki taka allir þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Búdapest í dag, í aðdraganda úrslitaleiksins við Úkraínu um sæti á EM í Þýskalandi. 23.3.2024 10:55
Lið Halldórs látið spila eftir að áhorfandi lést og fjölskyldan horfði á Halldór Jóhann Sigfússon, handboltaþjálfari Nordsjælland í Danmörku, varð vitni að endurlífgunartilraunum í íþróttahöll félagsins, þegar eldri stuðningsmaður lést skömmu fyrir leik við SAH í síðustu viku. Ákveðið var að leikurinn færi samt fram og fjölskylda mannsins horfði á leikinn. 23.3.2024 10:00
Pablo hélt í við Argentínu Pablo Punyed, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, og félagar hans í El Salvador urðu að sætta sig við 3-0 tap gegn stjörnum prýddu liði Argentínu í vináttulandsleik í fótbolta. 23.3.2024 09:36
Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, kynnti í dag leikmannahópinn sem byrjar keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í næsta mánuði. Bein útsending var á Vísi. 22.3.2024 12:21
„Ekki fallega gert af Gylfa“ Draumur allra FH-inga var að Gylfi Þór Sigurðsson myndi snúa aftur í Kaplakrika og spila með uppeldisfélagi sínu á lokastigum ferilsins. Hann mun hins vegar spila sína fyrstu leiki í Bestu deildinni sem leikmaður Vals í sumar. 22.3.2024 12:00
Albert dró verulega úr áhyggjum UEFA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá til þess í gærkvöld að Ísrael muni ekki spila í lokakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Það einfaldar verulega skipulag öryggisgæslu á mótinu. 22.3.2024 11:01
Ungstirnið brjálað eftir tapið gegn Íslandi og ljót hróp rannsökuð Hinn 19 ára gamli Oscar Gloukh, vonarstjarna Ísraela og leikmaður RB Salzburg, var vægast sagt illur eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Hann strunsaði inn til búningsklefa og lét ljót orð falla í leikmannagöngunum. 22.3.2024 09:31
Heimir andartaki og ótrúlegu sjálfsmarki frá því að slá út Bandaríkin Afar slysalegt sjálfsmark á allra síðustu stundu kom í veg fyrir að Heimir Hallgrímsson og hans menn í Jamaíka næðu að slá út Bandaríkin, á útivelli, í undanúrslitum Þjóðadeildar CONCACAF, eða Mið- og Norður-Ameríku. 22.3.2024 08:00
Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. 22.3.2024 07:31
Nýir vinnuveitendur Donna stoltir: „Sýnir hve langt félagið hefur náð“ Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, flytur frá Frakklandi til Árósa í sumar því hann hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið SAH. 21.3.2024 14:31