Sármóðguð út af vangaveltum um að þær vilji tapa í kvöld Skotar eru í þeirri stórfurðulegu stöðu að geta með tapi í kvöld aukið líkur sínar á að komast inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Þeir telja hins vegar fráleitt að fólk efist um heilindi þeirra. 5.12.2023 13:00
Lifði af dauðadýfu úr yfir fjörutíu metra hæð Norðmaðurinn Ken Stornes setti nýtt heimsmet í svokallaðri dauðadýfu (e. death diving) þegar hann hoppaði fram af syllu í 40,5 metra hæð, með magann á undan, ofan í ískalt vatn. 5.12.2023 08:31
Lars með lausnina fyrir Svía: Ráðið Heimi Svíar eru í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandslið sitt í fótbolta. Lars Lagerbäck bendir löndum sínum á að tala við sinn gamla samstarfsmann og vin, Eyjamanninn Heimi Hallgrímsson. 5.12.2023 08:00
Gallsúr stemning í klefa Man. Utd Miðlar á borð við Sky Sports og ESPN greina frá því að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sé búinn að missa stuðning allt að helmings leikmannahóps síns. Stífar æfingar, hrokafullt leikskipulag og meðferðin á Jadon Sancho er meðal þess sem sagt er valda óánægju. 5.12.2023 07:31
Átján ára nýliði í markinu gegn Dönum Valskonan unga Fanney Inga Birkisdóttir mun spila sinn fyrsta A-landsleik á morgun þegar Ísland mætir Danmörku í Viborg, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 4.12.2023 13:16
„Þetta eyðileggur handboltann“ Sérfræðingur TV 2 í Noregi segir að allt of margir leikir á HM kvenna í handbolta séu mjög ójafnir. Það skemmi fyrir íþróttinni sem vöru fyrir sjónvarpsáhorfendur. 4.12.2023 12:29
„Óli stóð upp úr“ en sagðist ekki of góður: „Það er kjaftæði“ „Ég hef aldrei unnið í úrvalsdeildinni,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ólafsson laufléttur í bragði eftir að hafa reynst sannkallaður senuþjófur í Stjörnupílunni á Bullseye um helgina. 4.12.2023 09:30
„Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. 4.12.2023 07:31
Umfjöllun: Wales - Ísland 1-2 | Harðneita að kveðja hóp þeirra bestu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sendi Wales niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA með 2-1 útisigri í Cardiff í kvöld. Sigurinn þýðir að Ísland endar í 3. sæti síns riðils í A-deild, og fer í umspil í lok febrúar um að halda sér þar. 1.12.2023 21:57
Þorsteinn skaut á ráðherra: „Hann hefur aldrei mætt á landsleik“ Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var kátur eftir sigurinn góða hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gegn Wales í kvöld. Hann skaut hins vegar um leið föstum skotum á Ásmund Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, vegna stöðunnar á þjóðarleikvangi Íslands. 1.12.2023 21:43