„Fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu“ „Maður fann rosalega mikinn verk og þegar maður sá höndina, rosalega afmyndaða og ljóta í laginu, þá var strax klárt að það væri eitthvað að,“ segir Sandra María Jessen, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í fótbolta í sumar, um handleggsbrot sitt í fyrrakvöld. 23.6.2023 10:01
Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Spenntir hvalir, eldhressar stelpur og fullt af plokkfiski Það var mikið fjör í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þar sem 1.100 stelpur sýndu fótboltasnilli sína á TM-mótinu í fótbolta. Nýr slagari úr smiðju Jóns Jónssonar, tileinkaður krakkamótunum í Eyjum, ómaði um svæðið og stelpurnar virtust njóta sín í botn á eyjunni fögru. 23.6.2023 09:01
Emilía skoraði og varð bikarmeistari í Danmörku Hin 18 ára gamla Emilía Kiær Ásgeirsdóttir átti stóran þátt í því að tryggja Nordsjælland danska bikarmeistaratitilinn í fótbolta, með sigri gegn Fortuna Hjörring í úrslitaleik í gær. 22.6.2023 16:46
Sjáðu öll mörkin: Tu hrellti Val og Selfoss sá loks til sólar Áfram er nánast ómögulegt að spá til um úrslit í Bestu deild kvenna í fótbolta en meistarar Vals eru, þrátt fyrir jafntefli við Keflavík, áfram á toppnum eftir 9. umferð sem spiluð var í gær. Öll mörkin úr umferðinni má nú sjá á Vísi. 22.6.2023 14:01
Met í gær en æsileg barátta fyrir lífi sínu í deildinni í dag Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum berst fyrir að halda sæti sínu í 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur er í Póllandi í dag. 22.6.2023 13:01
Höfnuðu aftur risaboði sem hefði fært ÍA hundruð milljóna Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er svo sannarlega eftirsóttur en dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn hafa nú hafnað öðru tilboði í hann, upp á yfir tvo milljarða íslenska króna. 22.6.2023 11:31
Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust. 22.6.2023 08:01
„Þetta er heimskuleg spurning“ Alexandra Popp, liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg og fyrirliði þýska landsliðsins í fótbolta, fékk furðulega spurningu frá blaðamanni í undirbúningi þýska liðsins fyrir HM í næsta mánuði. 21.6.2023 17:01
Hundrað prósent líkur á að Portúgal fari á EM eftir sigurinn í Reykjavík Sigurmark Cristiano Ronaldo gegn Íslandi á Laugardalsvelli í gærkvöld gerir það að verkum að talið er útilokað annað en að Portúgal komist upp úr J-riðli og beint á EM í fótbolta, sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. 21.6.2023 15:30
Ofsareiði í Bosníu og mótherjar Íslands töluðu við stuðningsmenn Það er óhætt að segja að mikil reiði sé í Bosníu eftir 2-0 tapið á heimavelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í riðli Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. 21.6.2023 13:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur