Dæmdur fyrir að drepa kött ráðherra Ítalski hjólreiðamaðurinn Antonio Tiberi hefur skapað sér miklar óvinsældir í smáríkinu San Marínó eftir að hafa skotið kött ferðamálaráðherra til bana. 1.3.2023 13:30
Hakimi hafnar ásökunum um nauðgun Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, hefur vísað á bug ásökunum um nauðgun. Hann er sagður sæta lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa nauðgað konu um síðustu helgi. 1.3.2023 09:01
Fær yfir fjóra milljarða vegna mynda af slysstað Vanessa Bryant, ekkja körfuboltamannsins Kobe Bryant, hefur komist að samkomulagi við Los Angeles sýslu um bætur vegna mynda sem fóru í dreifingu, af líkamsleifum Kobe, dóttur þeirra og sjö öðrum eftir þyrluslysið fyrir þremur árum. 1.3.2023 07:32
Valsmenn gætu bókað flug til Sviss, Frakklands eða Þýskalands í kvöld Valsmenn ljúka í dag leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Ljóst er að þeir komast áfram í 16-liða úrslitin en úrslitin í dag ráða því hvaða mótherjar mæta á Hlíðarenda í 16-liða úrslitunum. 28.2.2023 14:32
Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. 28.2.2023 11:56
Guardiola skaut á United: „Af því að þeir eyddu ekki“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, baunaði létt á erkifjendur City í Manchester United þegar hann var spurður út í fyrsta titil United í sex ár. Grínaðist hann með að titlaþurrðin væri vegna þess að félagið eyddi svo litlu í leikmannakaup. 28.2.2023 09:31
Íslendingarnir völdu Messi en ekki þá bestu Fulltrúar Íslands í vali FIFA á besta knattspyrnufólki ársins 2022 voru sammála um hvaða fólk ætti að vera efst á lista, en tilkynnt var um kjörið í gærkvöld. 28.2.2023 08:31
Sjáðu 99 ára Finna á spretti í Laugardal Finninn Pekka Penttilä, sem verður 99 ára í mars, keppti í spretthlaupi á frjálsíþróttamóti í Laugardalshöll um helgina. 28.2.2023 07:31
Ofurfyrirsæta til starfa hjá FIFA Brasilíska ofurfyrirsætan Adriana Lima, sem einnig hefur reynt fyrir sér sem leikkona, hefur verið ráðin í nýja stöðu hjá FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu. 27.2.2023 16:31
Zlatan sneri aftur og er sá elsti í sögu AC Milan Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til leiks með AC Milan í gær í 2-0 sigri gegn Atalanta í ítölsku A-deildinni. Þá voru liðnir 280 dagar frá því að hann spilaði síðast leik. 27.2.2023 14:00