Stórt klúður þegar treyjur landsliðsins voru seldar Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 09:00 Bláklæddir stuðningsmenn Íslands ætla að láta til sín taka í Þýskalandi í janúar. VÍSIR/VILHELM Fjöldi stuðningsmanna íslensku handboltalandsliðanna, og ástvinir sem vilja gleðja slíka um jólin, leita nú í örvæntingu að einhverjum til að skipta við á landsliðstreyju eftir að röngum stærðum var útdeilt til fólks. Markaðsstjóri HSÍ segir að í dag sé hægt að panta treyjur í réttri stærð og að söluaðili ætli að koma til móts við svikna kaupendur. Eftir langþráða keppni kvennalandsliðs Íslands á HM í handbolta í þessum mánuði bíða Íslendingar nú spenntir eftir EM karla í janúar, og er búist við yfir 4.000 Íslendingum í München. Vonir standa til að allir sem vilja verði þá komnir í landsliðstreyju í sinni stærð. Ljóst er, til að mynda af stuðningsmannasíðu á Facebook, að fjöldi fólks hefur fengið landsliðstreyju í rangri stærð eftir að hafa pantað í gegnum Boozt, sem í fyrsta sinn sér um sölu á treyjunum. Þannig pantaði kona til dæmis þrjár karlatreyjur í „small“ og tvær kvennatreyjur í „small“ en fékk karlatreyjurnar í XL og kvennatreyjurnar í L, eða sem sagt fimm treyjur sem ekki pössuðu. Mýmörg dæmi virðast vera um sams konar rugling. Hluti af þeim skilaboðum sem birtust á Facebook þar sem fólk auglýsti eftir skiptum á landsliðstreyjum.Skjáskot/Facebook Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, var vel meðvitaður um vandamálið þegar Vísir heyrði í honum í gær. Vika er síðan að HSÍ greindi frá því að netverslun sambandsins hefði verið færð alfarið yfir til Boozt. Treyjurnar rangt flokkaðar en ekki lengur „Ég hafði samband við Boozt um leið og þetta kom í ljós. Sökin liggur, eins og ég skildi þetta, í merkingum frá Kempa [sem framleiðir treyjurnar]. Að „spekkarnir“ sem skannaðir voru inn á lagerinn hafi verið vitlausir, og þannig hafi til dæmis XL verið flokkað sem Small. Þess vegna var þetta allt afgreitt vitlaust,“ segir Kjartan. Nú sé hins vegar óhætt að panta landsliðstreyjuna. Íslenskir stuðningsmenn vöktu mikla athygli í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM „Ég gerði Boozt viðvart strax og þau fóru í að leiðrétta þetta. Ég hef fengið þau skilaboð að núna ætti allt að vera orðið öruggt. Okkur þykir þetta auðvitað leitt. Boozt ætlaði að hafa samband við fólk og reyna að leiðrétta þetta,“ segir Kjartan. Í Facebook-hópnum „EM Stuðningsmannahópur fyrir 2024“ má sjá að margir hafa einfaldlega farið þá leið að finna einhvern með rétta stærð, til að skiptast á treyjum, enda ekki víst að hægt sé að fá nýja treyju í tæka tíð í jólapakkann. „Það eru margir að skipta bara innbyrðis. Það er bara íslenska leiðin. En núna á allt að vera komið í réttan farveg,“ segir Kjartan. Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Eftir langþráða keppni kvennalandsliðs Íslands á HM í handbolta í þessum mánuði bíða Íslendingar nú spenntir eftir EM karla í janúar, og er búist við yfir 4.000 Íslendingum í München. Vonir standa til að allir sem vilja verði þá komnir í landsliðstreyju í sinni stærð. Ljóst er, til að mynda af stuðningsmannasíðu á Facebook, að fjöldi fólks hefur fengið landsliðstreyju í rangri stærð eftir að hafa pantað í gegnum Boozt, sem í fyrsta sinn sér um sölu á treyjunum. Þannig pantaði kona til dæmis þrjár karlatreyjur í „small“ og tvær kvennatreyjur í „small“ en fékk karlatreyjurnar í XL og kvennatreyjurnar í L, eða sem sagt fimm treyjur sem ekki pössuðu. Mýmörg dæmi virðast vera um sams konar rugling. Hluti af þeim skilaboðum sem birtust á Facebook þar sem fólk auglýsti eftir skiptum á landsliðstreyjum.Skjáskot/Facebook Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, var vel meðvitaður um vandamálið þegar Vísir heyrði í honum í gær. Vika er síðan að HSÍ greindi frá því að netverslun sambandsins hefði verið færð alfarið yfir til Boozt. Treyjurnar rangt flokkaðar en ekki lengur „Ég hafði samband við Boozt um leið og þetta kom í ljós. Sökin liggur, eins og ég skildi þetta, í merkingum frá Kempa [sem framleiðir treyjurnar]. Að „spekkarnir“ sem skannaðir voru inn á lagerinn hafi verið vitlausir, og þannig hafi til dæmis XL verið flokkað sem Small. Þess vegna var þetta allt afgreitt vitlaust,“ segir Kjartan. Nú sé hins vegar óhætt að panta landsliðstreyjuna. Íslenskir stuðningsmenn vöktu mikla athygli í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM „Ég gerði Boozt viðvart strax og þau fóru í að leiðrétta þetta. Ég hef fengið þau skilaboð að núna ætti allt að vera orðið öruggt. Okkur þykir þetta auðvitað leitt. Boozt ætlaði að hafa samband við fólk og reyna að leiðrétta þetta,“ segir Kjartan. Í Facebook-hópnum „EM Stuðningsmannahópur fyrir 2024“ má sjá að margir hafa einfaldlega farið þá leið að finna einhvern með rétta stærð, til að skiptast á treyjum, enda ekki víst að hægt sé að fá nýja treyju í tæka tíð í jólapakkann. „Það eru margir að skipta bara innbyrðis. Það er bara íslenska leiðin. En núna á allt að vera komið í réttan farveg,“ segir Kjartan.
Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira