Fær brjóstaminnkun ekki niðurgreidda vegna samningsdeilna lækna við SÍ Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur þarf að greiða tæpa milljón fyrir brjóstaminnkunaraðgerð vegna samningsdeilna milli Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Ekki fæst niðurgreiðsla fyrir aðgerðina meðan samningsdeilur standa yfir. 9.9.2023 15:14
Myndaveisla: Stúdentar skemmta sér á Októberfest Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fer fram um helgina. Fjöldi stúdenta á öllum aldri hefur lagt leið sína í Vatnsmýrina þar sem ógrynni tónlistarfólks leikur listir sínar auk þess sem aðrar afþreyingar og matar- og drykkjarvistir eru ekki af skornum skammti. 9.9.2023 11:32
Hámarksaldur heilbrigðisstarfsfólks hækkar í 75 ár Á síðasta löggjafarþingi var frumvarp heilbrigðisráðherra um hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsfólks upp í 75 ár samþykkt. Frumvarpið tekur gildi þann 1. janúar 2024. 9.9.2023 10:16
Rektor MR leitar eiganda nokkurra áratuga gamals svindlmiða Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík leitar eiganda svindlmiða sem fannst við framkvæmdir í Gamla skóla menntaskólans í gær. Athygli vakti að miðinn er merktur fyrirtæki sem lauk rekstri árið 1989. 7.9.2023 07:00
Þungunarrof afglæpavætt í Mexíkó Hæstiréttur Mexíkó fjarlægði í dag þungunarrof úr alríkishegningarlögum. Mikill fögnuður hefur orðið meðal Mexíkóbúa í kjölfarið. 7.9.2023 00:03
Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6.9.2023 21:40
Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6.9.2023 20:23
Tveir til viðbótar látnir í flóðunum í Grikklandi Þrír eru látnir og fjögurra er enn saknað eftir að gríðarmikil flóð urðu víðsvegar um Grikkland vegna óveðursins Daniel sem nú ríður yfir landið. 6.9.2023 19:49
Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6.9.2023 18:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir íslenskrar lögreglu hneykslanlegar. Lögregla hafi sýnt af sér ofbeldisfyllri hegðun en önnur konan hafi þurft að þola af hendi íranskra lögreglumanna. Við ræðum við mótmælendurna tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30 og sýnum þegar hvalveiðiskipin, Hvalur 8 og 9, héldu út til veiða rétt fyrir fréttir. 6.9.2023 18:09