Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

„Okkur finnst þetta hrein­lega svo­lítið van­hugsað“

Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið.

Hyggjast selja að­­göngu­miða að Fen­eyjum

Frá og með næsta vori verður ferðamönnum sem ætla sér að eyða deginum í Feneyjum gert að borga fimm evrur fyrir aðgangsmiða að borginni. Gjaldið er tilraun borgaryfirvalda til þess að sporna gegn gríðarmikilli ferðamennsku í borginni yfir vor- og sumartímann.

„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“

Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. 

Sig­ríður Ragnars­dóttir látin

Sigríður Ragnarsdóttir, tónlistarkona og skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði til þrjátíu ára, er látin, 73 ára að aldri.

Græddi tæpan milljarð á fanga­myndinni

Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump.

Prigoz­hin úr­skurðaður látinn eftir erfða­rann­sókn

Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag.

Sjá meira