Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22.7.2024 14:25
Óvænt að heyra að fólkið á LungA hafi alist upp við Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín kom fram sem síðasta atriði síðustu LungA-tónlistarhátíðarinnar sem fór fram núliðna helgi eftir langt hlé hljómsveitarinnar. Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, segir tækifærið hafa komið á hárréttum tíma og útilokar ekki að hljómsveitin komi fram að nýju. 22.7.2024 13:21
Fjallar um móður sína sem er fyrsti Íslendingurinn ættleiddur frá Asíu Móðir þjálfarans og kvikmyndagerðarmannsins Friðriks Agna Árnasonar er fyrsta ættleidda barnið sem kom frá Asíu til Íslands. Friðrik hyggst gera heimildamynd um móður sína þar sem hann freistar þess að komast á snoðir um uppruna hennar. 22.7.2024 11:16
„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. 22.7.2024 09:09
Par sem hugðist sigla frá Kanada til Asóreyja fannst látið Lík breskrar konu og kanadísks manns fundust um borð á björgunarbáti sem hafði rekið að eyjunni Sable í Kanada á dögunum. Ekkert hafði spurst til parsins í sex vikur, en þegar síðast var vitað um ferðir þeirra ætluðu þau að sigla þvert yfir Atlantshafið á seglskútu. 22.7.2024 07:58
Kröpp og djúp lægð veldur hvassviðri Kröpp og djúp lægð miðað við árstíma er viðvarandi skammt norður af landinu og veldur vestan hvassviðri norðanlands með talsverðri vætu. Hægara og úrkomuminna er á sunnanverðu landinu. 22.7.2024 07:15
Íslenski nuddarinn í Kanada sýknaður Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. 18.7.2024 09:01
Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17.7.2024 23:53
Smakkaði skötu í beinni: „Sjitturinn, kött!“ Efnt var til skötuveislu í grunnskólanum í Garði í kvöld, um hásumar. Magnús Hlynur tók stöðuna á skipuleggjendum og rak upp óp þegar hann bragðaði á kæstri skötunni. 17.7.2024 21:38
Færeyjaferð endaði á Hotel Cabin: „Búnar að hlæja viðstöðulaust síðan við fórum upp á völl“ Ferðalag vinkvennanna Helgu Lindar Mar og Júlíönnu Hafberg til Vága í Færeyjum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en þær mættu á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun og eru enn ekki komnar til Færeyja. Raunar eru þær staddar á Hótel Cabin í Borgartúni, þar sem þær munu dvelja í nótt. 17.7.2024 20:35