Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11.6.2024 23:27
Spegilmynd af samfélaginu muni búa á Heklureit Heklureiturinn svokallaði í Reykjavík er að taka algerum stakkaskiptum. Ný íbúðarhús eru að rísa þar sem áður voru verkstæði. Framkvæmdastjóri Heklureits segir allt að 440 íbúðir munu rísa á reitnum og þær fyrstu verði afhentar haustið 2025. 11.6.2024 20:31
Tekist á um safnskóla í Laugardal: Áformin „vanvirðing og eiginlega valdníðsla“ Heitt var í hamsi í ráðhúsinu í dag þegar umræða um framtíðarskipulag skóla í Laugardal á Borgarstjórnarfundi. Umræður tóku á fjórða tíma og borgarfulltrúar minni hlutans sökuðu meiri hluta meðal annars um svik og valdníðslu. 11.6.2024 20:11
Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11.6.2024 18:19
ChatGPT og endurbætt Siri væntanlegar nýjungar Apple Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýja gervigreindartækni sem verður aðgengileg í tækjum framleiðandans, að nafni Apple Intelligence. Tæknin felur meðal annars í sér talsverða yfirhalningu á talgervlinum Siri og greiðan aðgang notenda að gervigreindartækninni ChatGPT. 10.6.2024 23:51
Tólf ára drengir sekir um morð á nítján ára gömlum manni Tveir tólf ára drengir hafa verið fundnir sekir um að hafa stungið nítján ára gamlan mann til bana í almenningsgarði í bænum Wolverhampton í Bretlandi í nóvember í fyrra. 10.6.2024 22:28
Spáir sól um allt land í vikunni Veðurfræðingur segir norðurheimskautaloftið sem reið yfir landið í síðustu viku með þeim afleiðingum að víða snjóaði vera loks á bak og burt. Hann spáir áframhaldandi góðu veðri næstu vikuna og ráðleggur sólþyrstum útilegumönnum að tjalda fyrir sunnan eða vestan næstu helgi. 10.6.2024 20:51
Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París. 10.6.2024 19:36
Rænulaus maður á almannafæri reyndist ferðamaður í sólbaði Lögreglu var í dag tilkynnt um mann sem var sagður liggja rænulaus á almannafæri í Reykjavík. Sá reyndist vera erlendur ferðamaður að sólbaða sig í góða veðrinu. 10.6.2024 17:46
Borgar 760 þúsund fyrir flísalögn sem átti að kosta þrjár milljónir Ófaglærðum verktaka sem rukkaði viðskiptavin sinn um þrjár milljónir fyrir flísalögn hefur verið gert að gjörlækka greiðslukröfu sína til viðskiptavinarins, niður í 760 þúsund krónur. 9.6.2024 08:01