Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að fylgi Viðreisnar lækki um eitt og hálft prósent, úr 16,8 prósentum í 15,3 prósent.
Miðflokkurinn bætir mest við sig, fer úr 9,7 prósentum í þrettán prósent. Fylgi Framsóknar haggast varla frá síðustu könnun Maskínu og mælist nú sjö prósent.
Flokkur fólksins, sem hlaut 13,8 prósent atkvæða í kosningunum í nóvember 2024, mælist í 6,6 prósentum en í maí mældist fylgi hans í 7,2 prósentum.
Lítil hreyfing er á fylgi Pírata (4,6 prósent), Sósíalistaflokksins (4,4 prósent) og Vinstri grænna (3,7 prósent).