Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs

Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930.

Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu

World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru prúðbúin og brosmild þegar þau skáluðu í freyðivíni í glæsihúsi með stórbrotnu sjávarútsýni í bakgrunni. Af myndunum að dæma virðast þau fagna því að flutningar á tilvonandi heimili þeirra við Haukanes séu handan við hornið.

Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“

Rakel María Hjaltadóttir, hlaupadrottning og ofurskvísa, bakaði girnilegar vatnsdeigsbollur með fyllingu innblásinni af hinu vinsæla Dúbaí-súkkulaði. Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi, og því tilvalið að bjóða í bollukaffi um helgina.

Ei­ríkur og Þórdís til­nefnd til bók­mennta­verð­launa Norður­landa­ráðs

Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Eiríkur er tilnefndur fyrir Náttúrulögmálin og Þórdís fyrir Armeló. Verðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 28. október.

Ein­föld ráð fyrir glæsi­legra heimili

Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt.

Öllu tjaldað til í sjö ára af­mæli Chicago

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hélt nýverið upp á sjö ára afmæli dóttur sinnar og Kanye West, Chicago West, með glæsilegri veislu í kúrekaþema. Kim deildi áður óséðum myndum frá veislunni með fylgjendum sínum á Instagram.

Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ætt­leiddu ekki bara

Dönsku hjónin og áhrifavaldarnir Frederik Haun og Morten Kjeldgaard eignuðust tvíburastúlkur í september síðastliðnum með aðstoð staðgöngumóður. Þeir eru eitt frægasta par Danmerkur og segjast reglulega vera spurðir hvers vegna þeir hafi ekki ættleitt. Þeir segja svarið einfalt, þeir hafi viljað tengjast börnum sínum á líffræðilegan hátt.

Sjá meira