Lífið

Fjöru­tíu ára draumur Guð­mundar rættist

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðmundur hugsi á hliðarlínunni sem þjálfari karlalandsliðsins. Hér á EM í Svíþjóð 2023.
Guðmundur hugsi á hliðarlínunni sem þjálfari karlalandsliðsins. Hér á EM í Svíþjóð 2023. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericica HK og fyrrverandi landsliðsþjálfari, hvetur fólk til að láta sig dreyma og láta drauminn rætast.

Guðmundur Þórður segir í færslu á Facebook að hann hafi látið sig dreyma þegar hann var þrettán ára gamall. Árið var 1974 og draumurinn var að hann yrði einn daginn eigandi Ford Bronco.

Nú upplýsir Guðmundur Þórður að draumurinn hafi ræst en bendir á að hann hafi látið hann rætast.

„Skilaboðin frá mér eru, eignist draum og látið hann rætast.“

Guðmundur er mikill áhugamaður um laxveiði og líklegt að fákurinn verði nýttur til að bruna í og úr veiði.Guðmundur Þórður

Ford Bronco Guðmundar er fagurgrænn en árgerðin er 1976 V8 302, sjálfskiptur Ranger. Bíllinn var sem sagt smíðaður rétt eftir að Guðmundur lét sig dreyma. Hann er áttundi eigandi bílsins hér á landi en hann keypti bílinn af Ásberg Helga Helgasyni, betur þekktur sem Ási á bílasölunni Bílagallerí.

Guðmundur er mikill áhugamaður um laxveiði og líklegt að kerran verði nýtt til að bruna í og úr veiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.