Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fann vilja hjá Björgvini og Donna til að leysa málið

Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir hafa verið einfalt að leysa deilu Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, sem báðir hafi verið allir af vilja gerðir að finna lausn. Þeir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni EM í janúar.

Mun gefa Messi knús en senda Mbappé heim í sjúkrabíl

Argentínumaðurinn Facundo Medina kveðst klár í slaginn fyrir toppslag Lens og Paris Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Stjörnur liðsins munu hins vegar fá misjafnar móttökur hjá kauða.

„Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því“

Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum.

Söluferlið lengist og Glazer-fjölskyldan freistar þess að fá meira

Hin bandaríska Glazer-fjölskylda, sem á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United, hefur opnað fyrir þriðju umferð tilboða í félagið. Eigendurnir flýta sér hægt, freista þess að fá hærri boð í félagið og alls er óvíst að það takist að selja félagið fyrir lok yfirstandandi leiktíðar.

Stjarnan vildi ekki skipta við FH: „Fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli“

FH og Stjarnan mætast líkast til á frjálsíþróttavelli FH í 2. umferð Bestu deildar karla á laugardag. Kaplakrikavöllur er ekki leikfær og vilja FH-ingar heldur reita upp slæmt gras á frjálsíþróttavellinum en fótboltavellinum. Gervigras Stjörnumanna virðist ekki hafa verið laust undir leik laugardagsins.

Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur

Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar.

Sjá meira