Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Færa að­stöðuna á vellinum sem er svo gott sem sprungin

Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið að taka á móti farþegum sem komu hingað til lands í dag, en nýjar reglur á landamærunum hafa nú tekið gildi. Hann segir aðstöðu til að skima og skoða vottorð komufarþega vera sprungna og unnið sé að lausnum.

Fimm milljónir urðu tuttugu og fimm

Einn vann hæsta vinning í Aðalútdrætti í aprílútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands en dregið var í kvöld. Hæsti vinningur var fimm milljónir en viðkomandi átti svokallaðan „trompmiða“ og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin.

Virknin virðist hafa aukist með nýjum gígum

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að virkni á gosstöðvunum á Reykjanesi, þar sem opnuðust fjórir nýir gígar í dag, virðist hafa aukist samhliða tilkomu þeirra. Jarðvísindamenn fylgdust með sprungunum opnast í dag.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til og að tilslakanir verði endurskoðaðar ef svo reynist. 

Hraunrennslið minnkar

Hraunrennsli úr eldstöðvunum á Reykjanesskaga hefur minnkað aftur, en það jókst í síðustu viku með opnun nýrra gíga. Flatarmál hrauns hefur þá vaxið hlutfallslega lítið síðustu sólarhringa.

Þing­kona í ræktinni hjá systur sinni

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gagnrýnin á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. Sú síðarnefnda fór í líkamsræktarstöð systur sinnar í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan fyrir páska.

Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir

Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts.

Sjá meira