Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Fluttur af sótt­kvíar­hótelinu á sjúkra­hús

Flytja þurfti gest á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahúsi nú í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort veikindin voru af völdum Covid-19 eða ekki.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lagðar eru til tilslakanir á samkomubanni í minnisblaði sem sóttvarnalæknir skilað heilbrigðisráðherra í dag. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum jafnframt hvað Katrín Jakobsdóttir sagði um afléttingu samkomutakmarkana á Alþingi í dag.

Þúsundir skammta af bólu­efni til landsins í vikunni

Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu.

Baron nýtist ekki sem sótt­kvíar­hótel

Hótel Baron við Barónsstíg mun ekki nýtast sem sóttkvíarhótel eftir að hótelið við Þórunnartún fyllist. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við Vísi.

Dæmi um að fólk fari inn á þröng svæði milli hraun­tungna

Borið hefur á því að almenningur hafi farið langt inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Í sumum tilfellum má lítið út af bregða til þess að fólk lokist inni, umlukið heitum hrauntungum.

Segir fólk eiga það til að vera kæru­laust við hraunið

Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu.

Sjá meira