Fluttur af sóttkvíarhótelinu á sjúkrahús Flytja þurfti gest á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahúsi nú í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort veikindin voru af völdum Covid-19 eða ekki. 12.4.2021 19:22
Dæmdur fyrir líkamsárás í kjölfar umferðarofsa á Miklubraut Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir minniháttar líkamsárás sem átti sér stað eftir umferðarofsa á Miklubraut í október árið 2018. 12.4.2021 18:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lagðar eru til tilslakanir á samkomubanni í minnisblaði sem sóttvarnalæknir skilað heilbrigðisráðherra í dag. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum jafnframt hvað Katrín Jakobsdóttir sagði um afléttingu samkomutakmarkana á Alþingi í dag. 12.4.2021 18:00
Ljúfir tónar Kaleo undir opnunaratriði Masters-mótsins Lagið I Want More úr smiðju íslensku hljómsveitarinnar Kaleo heyrðist undir atriði sem spilað var í sjónvarpstækjum víða um heim á fimmtudag, rétt áður en Masters-mótið, eitt stærsta golfmót heims, var sett. 11.4.2021 17:10
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11.4.2021 16:26
Baron nýtist ekki sem sóttkvíarhótel Hótel Baron við Barónsstíg mun ekki nýtast sem sóttkvíarhótel eftir að hótelið við Þórunnartún fyllist. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við Vísi. 11.4.2021 15:13
Dæmi um að fólk fari inn á þröng svæði milli hrauntungna Borið hefur á því að almenningur hafi farið langt inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Í sumum tilfellum má lítið út af bregða til þess að fólk lokist inni, umlukið heitum hrauntungum. 11.4.2021 14:33
Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11.4.2021 13:09
Segir fólk eiga það til að vera kærulaust við hraunið Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu. 11.4.2021 12:00
Tveir greindust utan sóttkvíar í gær Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar. 11.4.2021 10:39
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent