Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16.3.2021 19:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að þeir sem búa utan Schengen svæðisins geti ferðast til Íslands ef þeir hafa gild bólusetningar- eða mótefnavottorð. 16.3.2021 18:01
Barn á eftir bolta fær bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu TM vegna líkamstjóns níu ára drengs sem slasaðist á byggingarsvæði skammt frá grunnskóla í september árið 2016. 16.3.2021 17:56
Drengur varð undir vörubifreið Umferðarslys átti sér stað á Akranesi í dag þar sem 11 ára gamall drengur á reiðhjóli varð undir vörubifreið. 16.3.2021 17:34
Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. 14.3.2021 16:11
„Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. 14.3.2021 15:32
Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. 14.3.2021 14:16
Björgunarskip kallað út vegna vélarvana báts Björgunarskipið Hannes Þ Hafstein í Sandgerði var kallað út rétt fyrir klukkan 12 í dag vegna vélarvana fiskveiðibáts á Faxaflóa. 14.3.2021 13:21
Skjálfti fimm að stærð sunnan við Fagradalsfjall Snarpur jarðskjálfti varð klukkan 12:34. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var skjálftinn fimm að stærð og átti upptök sín í Sunnanverðu Fagradalsfjalli. 14.3.2021 12:36
Covid-tölur gærdagsins „gleðilegar“ Tölur um fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna hér á landi eru „gleðilegar“ að sögn samskiptastjóra almannavarna. Almannavarnir veita ekki upplýsingar um tölur varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi um helgar. 14.3.2021 11:55
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent