Fréttir Markaðurinn bíður átekta Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Viðskipti innlent 23.2.2011 23:17 Bóksalar borguðu sjálfum sér nær tvöfalda húsaleigu Eigendur Kaupangs, sem rak Bókabúð Máls og menningar (BMM) við Laugaveg, létu verslunina greiða tæplega tvöfalt hærri húsaleigu en Penninn-Eymundsson greiddi er hann rak þar verslun. Sjálfir áttu þeir húsnæðið sem bókabúðin leigði. Viðskipti innlent 23.2.2011 23:17 Farmeigendur borgi tjón vegna Goðafoss Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. Innlent 23.2.2011 23:17 Íslenskir karlar langlífastir í Evrópu Í fyrra dóu 2.017 einstaklingar búsettir á Íslandi, 1.063 karlar og 954 konur. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands létust 6,3 á hverja 1.000 íbúa, en dánartíðni stóð í stað milli ára. Innlent 23.2.2011 23:17 Vandséð hvað gera á við peningana Staða íslenskra lífeyrissjóða er með ágætum, þrátt fyrir bankahrunið, að mati greiningardeildar Arion banka. Staða sjóðanna er sér í lagi sögð góð í samanburði við önnur lönd. Viðskipti innlent 23.2.2011 23:17 Fjölgar í hópi jákvæðra í garð ESB Viðhorf Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og aðild að því varð jákvæðara á seinni hluta síðasta árs. Áfram eru þó fleiri sem efast um ágæti aðildar. Innlent 23.2.2011 23:17 Velta eykst á millibankamarkaði Tölur Seðlabankans um daglega veltu á millibankamarkaði í febrúar benda, að mati Greiningar Íslandsbanka, til þess að veltan verði sú mesta í einum mánuði síðan í nóvember árið 2009. Viðskipti innlent 23.2.2011 23:17 Hundruð manna enn í rústum húsa Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Erlent 23.2.2011 23:17 Enn kvarnast úr liði Gaddafís Austan til í Líbíu fagnar fólk sigri yfir Muammar Gaddafí, en í vesturhlutanum er ástandið lævi blandið. Stjórnarherinn er sagður skjóta handahófskennt á hvern sem lætur sjá sig úti á götum höfuðborgarinnar Trípólí. Erlent 23.2.2011 23:17 Íslenskar útgerðir á umdeildu hafsvæði Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana. Innlent 22.2.2011 22:46 Icesave snýr stjórnlagaþingi Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar. Innlent 22.2.2011 22:46 Óttast að um 100 manns hafi látist Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Erlent 22.2.2011 22:46 Fá ekki bækur af ótta við sýkla Sjúklingar Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa ekki lengur aðgang að bókasafni Rauða krossins sem starfað hefur í fjörutíu ár. Innlent 22.2.2011 22:46 Aldrei verið sóst eftir mælingum á mengun Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Innlent 22.2.2011 22:46 Ný kjörstjórn á næstu dögum Kjördagur fyrir Icesave-samkomulagið verður kynntur á föstudag, sem og hvort og hvenær kosið verði til stjórnlagaþings. Ný landskjörstjórn verður kosin á Alþingi á næstu dögum. Innlent 22.2.2011 22:46 Brotamenn í meðferð og eftirlit sem dugir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Innlent 22.2.2011 22:46 Ætluðu til Túnis en enduðu á Íslandi „Í stað þess að keyra um í sól og 30 stiga hita í Túnis eru ferðamennirnir hér í snjó og þriggja stiga hita,“ sagði Jón Baldur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins ISAK, staddur á Kaldadal í gær. Hann var þar fararstjóri í ellefu bíla flota og bílstjórarnir voru allir þýskir ferðamenn. Jón Baldur leigir út sérútbúna Land-Rover Defender og aðrir ellefu bílar frá honum fóru um Kjöl í gær og að Langjökli, með hluta af sama hópi. Innlent 22.2.2011 22:46 Nýtt mat er 50% lægra Land sem Hafnarfjarðarbær tók eignarnámi í Kapelluhrauni í apríl 2008 var 400 milljóna króna virði á þeim tíma segja tveir fasteignasalar sem voru dómkvaddir sem matsmenn af Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 22.2.2011 22:46 1.800 gistirými eru ekki á skrá 1.800 gistirými á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru án starfsleyfa. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök ferðaþjónustunnar gerðu nýlega, en þetta jafngildir því að um 15 prósent gistirýma á höfuðborgarsvæðinu séu rekin án leyfa og um 30 prósent á Akureyri. Innlent 22.2.2011 22:46 Stærsta útboðið í sautján ár Eigendur alþjóðlega ræstinga- og fasteignaumsýslurisans ISS hyggjast skrá félagið á hlutabréfamarkað í Kaupmannahöfn á næstunni. Viðskipti innlent 22.2.2011 22:46 Braut glerglas á höfði manns Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Innlent 22.2.2011 22:46 Aflaverðmæti jókst milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 15,3 prósent milli áranna 2009 og 2010, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Innlent 22.2.2011 22:46 Forsetahjónin heimsóttu Lækjarskóla „Börnin voru himinlifandi því forsetahjónin tóku sér tíma til að vera með þeim. Þau voru ekkert að flýta sér,“ segir Arna B. Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði. Innlent 22.2.2011 22:46 Ný neytenda-samtök stofnuð Ný neytendasamtök, Samtök lífrænna neytenda, hafa nú litið dagsins ljós. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu lífrænna vara á Íslandi með hagsmuni neytenda, búfénaðar, bænda og umhverfisins að leiðarljósi. Innlent 22.2.2011 22:46 Stálu gámi fullum af dósum Lögreglan á Vestfjörðum leitar nú eins eða fleiri sem stálu gámi í eigu björgunarsveitarinnar á Drangsnesi. Innlent 22.2.2011 22:46 Strípuðu íbúðir fyrir uppboð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvær konur í Garði fyrir að hreinsa allt innan úr íbúð, sem var veðsett Landsbankanum fyrir ríflega 30 milljónir króna, áður en þær misstu hana. Þá var par í Sandgerði ákært fyrir sömu sakir. Hús þess var veðsett Glitni fyrir 22 milljónir. Innlent 22.2.2011 22:46 Avant heldur samningum Avant er fyrsta fjármögnunarfyrirtækið sem hefur samþykkt kröfur Samtaka lánþega (SL) og riftir ekki lánasamningum til bílakaupa við fólk í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Innlent 22.2.2011 22:46 Réðust á mann og stórslösuðu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir mörg brot, þar á meðal líkamsárás, sem hann er talinn hafa staðið að ásamt öðrum manni. Innlent 22.2.2011 22:46 Markmiðið miðstöðvarinnar að útrýma ofbeldi Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmiðið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Innlent 22.2.2011 22:46 Reisa fyrsta ökugerðið Fyrsta ökugerði landsins verður að öllum líkindum vígt við Reykjanesbrautina í lok sumars. Um er að ræða aðstöðu þar sem æfa má akstur við mismunandi aðstæður og nýtist bæði ökunemum og öðrum. Innlent 22.2.2011 22:46 « ‹ 60 61 62 63 64 65 66 67 68 … 334 ›
Markaðurinn bíður átekta Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Viðskipti innlent 23.2.2011 23:17
Bóksalar borguðu sjálfum sér nær tvöfalda húsaleigu Eigendur Kaupangs, sem rak Bókabúð Máls og menningar (BMM) við Laugaveg, létu verslunina greiða tæplega tvöfalt hærri húsaleigu en Penninn-Eymundsson greiddi er hann rak þar verslun. Sjálfir áttu þeir húsnæðið sem bókabúðin leigði. Viðskipti innlent 23.2.2011 23:17
Farmeigendur borgi tjón vegna Goðafoss Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. Innlent 23.2.2011 23:17
Íslenskir karlar langlífastir í Evrópu Í fyrra dóu 2.017 einstaklingar búsettir á Íslandi, 1.063 karlar og 954 konur. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands létust 6,3 á hverja 1.000 íbúa, en dánartíðni stóð í stað milli ára. Innlent 23.2.2011 23:17
Vandséð hvað gera á við peningana Staða íslenskra lífeyrissjóða er með ágætum, þrátt fyrir bankahrunið, að mati greiningardeildar Arion banka. Staða sjóðanna er sér í lagi sögð góð í samanburði við önnur lönd. Viðskipti innlent 23.2.2011 23:17
Fjölgar í hópi jákvæðra í garð ESB Viðhorf Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og aðild að því varð jákvæðara á seinni hluta síðasta árs. Áfram eru þó fleiri sem efast um ágæti aðildar. Innlent 23.2.2011 23:17
Velta eykst á millibankamarkaði Tölur Seðlabankans um daglega veltu á millibankamarkaði í febrúar benda, að mati Greiningar Íslandsbanka, til þess að veltan verði sú mesta í einum mánuði síðan í nóvember árið 2009. Viðskipti innlent 23.2.2011 23:17
Hundruð manna enn í rústum húsa Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Erlent 23.2.2011 23:17
Enn kvarnast úr liði Gaddafís Austan til í Líbíu fagnar fólk sigri yfir Muammar Gaddafí, en í vesturhlutanum er ástandið lævi blandið. Stjórnarherinn er sagður skjóta handahófskennt á hvern sem lætur sjá sig úti á götum höfuðborgarinnar Trípólí. Erlent 23.2.2011 23:17
Íslenskar útgerðir á umdeildu hafsvæði Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana. Innlent 22.2.2011 22:46
Icesave snýr stjórnlagaþingi Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar. Innlent 22.2.2011 22:46
Óttast að um 100 manns hafi látist Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Erlent 22.2.2011 22:46
Fá ekki bækur af ótta við sýkla Sjúklingar Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa ekki lengur aðgang að bókasafni Rauða krossins sem starfað hefur í fjörutíu ár. Innlent 22.2.2011 22:46
Aldrei verið sóst eftir mælingum á mengun Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Innlent 22.2.2011 22:46
Ný kjörstjórn á næstu dögum Kjördagur fyrir Icesave-samkomulagið verður kynntur á föstudag, sem og hvort og hvenær kosið verði til stjórnlagaþings. Ný landskjörstjórn verður kosin á Alþingi á næstu dögum. Innlent 22.2.2011 22:46
Brotamenn í meðferð og eftirlit sem dugir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Innlent 22.2.2011 22:46
Ætluðu til Túnis en enduðu á Íslandi „Í stað þess að keyra um í sól og 30 stiga hita í Túnis eru ferðamennirnir hér í snjó og þriggja stiga hita,“ sagði Jón Baldur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins ISAK, staddur á Kaldadal í gær. Hann var þar fararstjóri í ellefu bíla flota og bílstjórarnir voru allir þýskir ferðamenn. Jón Baldur leigir út sérútbúna Land-Rover Defender og aðrir ellefu bílar frá honum fóru um Kjöl í gær og að Langjökli, með hluta af sama hópi. Innlent 22.2.2011 22:46
Nýtt mat er 50% lægra Land sem Hafnarfjarðarbær tók eignarnámi í Kapelluhrauni í apríl 2008 var 400 milljóna króna virði á þeim tíma segja tveir fasteignasalar sem voru dómkvaddir sem matsmenn af Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 22.2.2011 22:46
1.800 gistirými eru ekki á skrá 1.800 gistirými á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru án starfsleyfa. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök ferðaþjónustunnar gerðu nýlega, en þetta jafngildir því að um 15 prósent gistirýma á höfuðborgarsvæðinu séu rekin án leyfa og um 30 prósent á Akureyri. Innlent 22.2.2011 22:46
Stærsta útboðið í sautján ár Eigendur alþjóðlega ræstinga- og fasteignaumsýslurisans ISS hyggjast skrá félagið á hlutabréfamarkað í Kaupmannahöfn á næstunni. Viðskipti innlent 22.2.2011 22:46
Braut glerglas á höfði manns Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Innlent 22.2.2011 22:46
Aflaverðmæti jókst milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 15,3 prósent milli áranna 2009 og 2010, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Innlent 22.2.2011 22:46
Forsetahjónin heimsóttu Lækjarskóla „Börnin voru himinlifandi því forsetahjónin tóku sér tíma til að vera með þeim. Þau voru ekkert að flýta sér,“ segir Arna B. Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði. Innlent 22.2.2011 22:46
Ný neytenda-samtök stofnuð Ný neytendasamtök, Samtök lífrænna neytenda, hafa nú litið dagsins ljós. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu lífrænna vara á Íslandi með hagsmuni neytenda, búfénaðar, bænda og umhverfisins að leiðarljósi. Innlent 22.2.2011 22:46
Stálu gámi fullum af dósum Lögreglan á Vestfjörðum leitar nú eins eða fleiri sem stálu gámi í eigu björgunarsveitarinnar á Drangsnesi. Innlent 22.2.2011 22:46
Strípuðu íbúðir fyrir uppboð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvær konur í Garði fyrir að hreinsa allt innan úr íbúð, sem var veðsett Landsbankanum fyrir ríflega 30 milljónir króna, áður en þær misstu hana. Þá var par í Sandgerði ákært fyrir sömu sakir. Hús þess var veðsett Glitni fyrir 22 milljónir. Innlent 22.2.2011 22:46
Avant heldur samningum Avant er fyrsta fjármögnunarfyrirtækið sem hefur samþykkt kröfur Samtaka lánþega (SL) og riftir ekki lánasamningum til bílakaupa við fólk í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Innlent 22.2.2011 22:46
Réðust á mann og stórslösuðu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir mörg brot, þar á meðal líkamsárás, sem hann er talinn hafa staðið að ásamt öðrum manni. Innlent 22.2.2011 22:46
Markmiðið miðstöðvarinnar að útrýma ofbeldi Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmiðið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Innlent 22.2.2011 22:46
Reisa fyrsta ökugerðið Fyrsta ökugerði landsins verður að öllum líkindum vígt við Reykjanesbrautina í lok sumars. Um er að ræða aðstöðu þar sem æfa má akstur við mismunandi aðstæður og nýtist bæði ökunemum og öðrum. Innlent 22.2.2011 22:46