Framsóknarflokkurinn

Mesta fylgi síðan 2009
Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega.

„Takk Hreyfill frá Vorsabæ“
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að ástarfundur þeirra Gleði og Hreyfils hafi borið árangur og bíður spenntur eftir afkvæminu sem verður kastað í vor, hvort sem það verður hryssa eða foli.

Hver borgar brúsann?
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris.

„Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“
Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala á meðan að Samfylkingin bætir við sig í nýjustu könnun Maskínu. Þó að Miðflokkurinn sé hástökkvari mánaðarins segir stjórnmálafræðingur könnuna skýrt merki um að málflutningur stjórnarandstöðunnar sé ekki að borga sig.

Miðflokkur rýkur upp en Sjálfstæðisflokkur dalar
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 17,3 prósent í nýjustu könnun Maskínu og lækkar þar með um 1,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig frá síðustu könnun Maskínu og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi.

Tillögur um skattalækkanir felldar: Segir ótrúlegt að hlusta á rök „Skattfylkingarinnar“
Tillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borginni um að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda voru báðar felldar á fundi borgarstjórnar í dag. Nokkuð fjörugar umræður urðu um tillögurnar og Framsókn var sökuð um að leggjast á sveif með Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda næstu kosninga.

Hvar er fyrirsjáanleikinn, forsætisráðherra?
Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar.

Að fylgja eftir sannfæringu sinni og tilvistarkreppa Framsóknar í borginni
Yfirtökutilboð forstjóra og stjórnarformanns Play er jákvætt skref fyrir íslenskan markað, en yfirtökutilboð hafa færst í aukana á markaðnum eftir áralanga pásu eftir fjármálahrunið. Nægir þar að nefna yfirtökutilboð i Skeljung (núna SKEL) og Eik (í tvígang), auk yfirtöku og afskráningu Origo.

Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka.

Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“
Borgarfulltrúar Framsóknar leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, sem myndi skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Oddviti Framsóknar í borginni segir tillöguna ekki popúlíska, enda eigi borgarsjóður vel fyrir henni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. Þá segir hann áform ríkisstjórnarinnar um að rukka borgarbúa um auðlindagjald af jarðhita fráleit.

„Er allt komið í hund og kött?“
Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum.

„Easy come, easy go“
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að lítið fylgi Framsóknarflokksins í borginni samkvæmt nýrri könnun Gallup komi ekki mikið á óvart miðað við sögulegt fylgi flokksins. Framsókn hafi yfirleitt verið með einn eða engan fulltrúa í borgarstjórn, en hafi unnið óvæntan kosningasigur í síðustu kosningum.

Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu
Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum.

Einar horfir til hægri
Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup. Oddviti flokksins segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri.

Gaslýsing Guðlaugs Þórs
Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða.

Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út
Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra.

Svo verði Íslands ástkæra byggð ei öðrum þjóðum háð
81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina.

Þorbjörg Sigríður biður Ingibjörgu Isaksen afsökunar
Í dagskrárliðinum Fundarstjórn forseta á þinginu nú rétt í þessu bað Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra Ingibjörgu Isaksen þingflokksformann Framsóknarflokks afsökunar á orðum sínum.

Handhafar sannleikans og hið gagnslausa væl
Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á.

Börnin heim eftir meiriháttar vandræðagang
Gert er ráð fyrir því að starfsfólk og börn leikskólans Brákarborgar komist aftur í sitt eigið húsnæði í október á þessu ári en að framkvæmdum eigi að vera lokið í september. Tæp fimm ár eru síðan Reykjavíkurborg festi kaup á húsnæði við Kleppsveg í þeim tilgangi að breyta því í leikskóla.

Réttlæti næst ekki með ranglæti
Í umræðum á Alþingi spurði ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur einfaldrar, en mikilvægrar spurningar: Telur hún sem dómsmálaráðherra að það standist stjórnarskrá að skerða áunnin réttindi tugþúsunda sjóðfélaga í lífeyrissjóðum?

„Kanntu ekki að skammast þín?“
Dómsmálaráðherra spurði Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann Framsóknar, í tvígang hvort hún kynni ekki að skammast sín í pontu Alþingis. Forseti Alþingis sló á puttana á henni fyrir vikið. Það gerði hún í svari við fyrirspurn Ingibjargar um það hvort fjármálaráðherra væri hugsanlega að brjóta gegn stjórnarskrá með frumvarpi sínu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði.

Hrósaði meirihlutanum og sendi þeim gamla pillu
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins hrósaði þingmönnum meirihlutans í gær fyrir þolinmæði sína í umræðum um innleiðingu bókunar 35 sem stóð fram yfir klukkan tvö um nótt. Hún sendi í leiðinni fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar væna pillu.

Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring
Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Þing hófst klukkan 13.30 með umræðu um fyrst störf þingsins og svo um fundarstjórn. Umræða um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 35, hófst svo klukkan 14.34 og stóð til 02:07 í nótt. Þingfundi var svo frestað klukkan 02:14 en hefst aftur klukkan 11 og er málið þar á dagskrá.

Skref aftur á bak fyrir konur með endómetríósu
Fyrir margar konur sem lifa með endómetríósu hefur lífið snúist um langvarandi verki, bið og baráttu fyrir því að fá hlustun og viðeigandi meðferð. Í gegnum árin hefur Endófélagið unnið ómetanlegt starf við að vekja athygli á þessum ósýnilega sjúkdómi og skapa umræðu sem snýst um skilning, stuðning og virðingu.

Frekar ætti að styrkja forvarnir en reisa minnisvarða um þolendur ofbeldis
Samtökin Stígamót, Hagsmunasamtök brotaþola og W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna leggjast öll gegn því að reistur verði minnisvarði fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Tillögu Vinstri grænna um minnisvarðann hefur nú verið vísað til borgarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

„Óásættanlegt“ að ofbeldi fái ekki sömu athygli og veiðigjöld
Þingmaður framsóknar segir óásættanlegt að ofbeldi, sem börn landsins verði fyrir, fái ekki sömu athygli á Alþingi og mál eins og veiðigjaldafrumvarpið.

Snjallasta stefnubreyting Samfylkingarinnar
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Þingkona Samfylkingarinnar, skrifaði nýlega hvernig það færi fyrir brjóstið á henni að íslenski fáninn sé notaður af hópi fólks sem nýverið söfnaðist saman á Austurvelli til að berjast fyrir hertri útlendingalöggjöf. Fyrrverandi þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson lét svipuð orð falla.

„Ég vil fá að ráða hvar ég slátra og hverja ég er í viðskiptum við“
Berglind Hlín Baldursdóttir, bóndi í Miðhúsum, segir dóm Hæstaréttar um búvörulögin mikil vonbrigði. Bændasamtökin hafi ekki talað fyrir hagsmunum bænda. Bændur í Húnavatnssýslu búi nú við óvissu og viti ekki hvar þau geti slátrað í haust. Hún vonar að Alþingi samþykki breytingu á lögunum aftur til fyrra horfs.