Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. apríl 2025 21:30 Helgi Hrafn við saumavélina, sem hann notar mjög mikið við framleiðslu á fötum þeirra Kjartans Gests. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinir á Akureyri, annar tólf ára og hinn þrettán hafa hannað sína eigin fatalínu, sem þeir ætla að koma á markað. Þeir sjá um allt sjálfir og eru til dæmis mjög liðtækir við saumaskapinn og að sýna fötin sín á allskonar uppákomum. Þeir eru algjörlega frábærir vinirnir á Akureyri, sauma og hanna og gera allt sjálfir. Hér erum við að tala um þá Helga Hrafn Magnússon, 13 ára og Kjartan Gest Guðmundsson, 12 ára, en hann var vant við látinn á Ísafirði þegar fréttamaður heimsótti Helga Hrafn og mömmu hans. Strákarnir hafa verið duglegir að sína fötin sín á tískusýningum og vekja alls staðar mikla athygli fyrir dugnaðinn. „Þetta geta verið hettupeysur og buxur en samt aðallega peysur en líka gallabuxur,” segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn í fötum frá þeim félögum.Aðsend Og hvar fáið þið allt efnið í fötin ykkar? „Flest frá Hertex og Rauða krossinum hér á Akureyri, en líka frá öðrum stórum fyrirtækjum,” segir hann. En að vera svona ungir og komnir með sína eigin fatalínu, hvað segir Helgi Hrafn við því? „Það gerir bara meiri sjensa fyrir framtíðina,” segir Helgi Hrafn og hlær er merki þeirra heitir „CRANZ“. Emmsjé Gauti er mjög ánægður með nýju fatalínuna hjá strákunum og hefur fengið föt frá þeim.Aðsend Og hvar seljið þið fötin ykkar? „Við seljum ekki núna,en við munum kannski selja þær í 66 gráður norður búðinni hér á Akureyri,” segir Helgi Hrafn. Og á morgun, sumardaginn fyrsta í tengslum við barnamenningarhátíð á Akureyri verður strákarnir með fötin sín til sýnis í Hofi klukkan 14:00 en sýningin þeirra heitir: „Einfalt brjálæði“. Helgi Hrafn og Kjartan Gestur eru mikið á hjólabréttum og þá er mikilvægt að vera í flottum fötum.Aðsend Mamma Helga Hrafns, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, er að sjálfsögðu mjög stolt af strákunum og af því, sem þeir eru að gera. „Þetta er bara rosalega skemmtilegt því þeir eru ótrúlega duglegir og skapandi. Þetta byrjaði kannski fyrir alvöru fyrir svona tveimur árum en þá byrjuðu þeir að sauma sín eigin föt”, segir Þuríður Helga. Emmsjé Gauti myndaður í peysu frá strákunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Helgi Hrafn farin að sauma eitthvað á mömmu sína? „Ekki enn, ekki enn,“ segir hún hlæjandi. Hér má sjá upplýsingar um tískusýninguna í Hofi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tískusýning strákanna verður í Hofi á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Tíska og hönnun Krakkar Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Þeir eru algjörlega frábærir vinirnir á Akureyri, sauma og hanna og gera allt sjálfir. Hér erum við að tala um þá Helga Hrafn Magnússon, 13 ára og Kjartan Gest Guðmundsson, 12 ára, en hann var vant við látinn á Ísafirði þegar fréttamaður heimsótti Helga Hrafn og mömmu hans. Strákarnir hafa verið duglegir að sína fötin sín á tískusýningum og vekja alls staðar mikla athygli fyrir dugnaðinn. „Þetta geta verið hettupeysur og buxur en samt aðallega peysur en líka gallabuxur,” segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn í fötum frá þeim félögum.Aðsend Og hvar fáið þið allt efnið í fötin ykkar? „Flest frá Hertex og Rauða krossinum hér á Akureyri, en líka frá öðrum stórum fyrirtækjum,” segir hann. En að vera svona ungir og komnir með sína eigin fatalínu, hvað segir Helgi Hrafn við því? „Það gerir bara meiri sjensa fyrir framtíðina,” segir Helgi Hrafn og hlær er merki þeirra heitir „CRANZ“. Emmsjé Gauti er mjög ánægður með nýju fatalínuna hjá strákunum og hefur fengið föt frá þeim.Aðsend Og hvar seljið þið fötin ykkar? „Við seljum ekki núna,en við munum kannski selja þær í 66 gráður norður búðinni hér á Akureyri,” segir Helgi Hrafn. Og á morgun, sumardaginn fyrsta í tengslum við barnamenningarhátíð á Akureyri verður strákarnir með fötin sín til sýnis í Hofi klukkan 14:00 en sýningin þeirra heitir: „Einfalt brjálæði“. Helgi Hrafn og Kjartan Gestur eru mikið á hjólabréttum og þá er mikilvægt að vera í flottum fötum.Aðsend Mamma Helga Hrafns, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, er að sjálfsögðu mjög stolt af strákunum og af því, sem þeir eru að gera. „Þetta er bara rosalega skemmtilegt því þeir eru ótrúlega duglegir og skapandi. Þetta byrjaði kannski fyrir alvöru fyrir svona tveimur árum en þá byrjuðu þeir að sauma sín eigin föt”, segir Þuríður Helga. Emmsjé Gauti myndaður í peysu frá strákunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Helgi Hrafn farin að sauma eitthvað á mömmu sína? „Ekki enn, ekki enn,“ segir hún hlæjandi. Hér má sjá upplýsingar um tískusýninguna í Hofi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tískusýning strákanna verður í Hofi á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Tíska og hönnun Krakkar Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira