
EM 2020 í fótbolta

Danir enn á lífi og gætu komist áfram á færri gulum spjöldum í kvöld
Danir eru með bakið upp við vegg og þurfa sigur gegn Rússum á Parken í kvöld til að eiga einhverja von um að komast í 16-liða úrslitin á EM. Lokaleikirnir í B-riðli hefjast kl. 19.

Bað tyrknesku þjóðina afsökunar eftir afhroðið á EM
Margir spáðu því að Tyrkir yrðu það lið sem myndi koma mest á óvart á EM 2020. Hið þveröfuga gerðist og sennilega hefur ekkert lið valdið meiri vonbrigðum á mótinu.

Leikmaður Skota hrósaði Grealish fyrir að vera myndarlegur og sagðist elska kálfana hans
Stephen O'Donnell, leikmaður skoska landsliðsins, beitti sérstakri aðferð til að verjast Jack Grealish í leiknum gegn Englandi á EM á föstudaginn.

Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag
Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta.

Hazard: Ég verð aldrei sami leikmaður
Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard var spurður út í meiðslahrjáð tímabil sín með Real Madrid en kappinn er nú staddur með belgíska landsliðinu á EM.

Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna
Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna.

„Látið Eriksen í friði“
Daley Blind, leikmaður hollenska landsliðsins og Ajax, er með skýr skilaboð til fólks hvað varðar Christian Eriksen. Látið hann í friði, segir Hollendingurinn.

Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins
Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag.

Tyrkir heim stigalausir
Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins.

Ítalir með fullt hús stiga og enn ekki fengið á sig mark
Ítalía hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á Evrópumótinu 2020 og fer þar af leiðandi nokkuð þægilega upp úr A-riðlinum.

Sjáðu 92 metra sprett Ronaldo: „Þvílíkur íþróttamaður“
Cristiano Ronaldo sýndi enn á ný hæfileika sína í fyrsta marki Portúgals gegn Þjóðverjum á EM í gær. Leiknum lauk með 4-2 sigri þeirra þýsku.

Fimm sem stálu fyrirsögnunum í annarri umferð
Nú þegar annarri umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins.

„Barnalegt og í rauninni skelfilegt“
Ungverjaland og Frakkland gerðu 1-1 jafntefli á Evrópumótinu í fótbolta í Búdapest í gær. Eftir frábæra frammistöðu gerðu Ungverjar sig seka um ein slæm mistök sem kostuðu þá þrjú stig úr leiknum.

Hefur engar áhyggjur af markaþurrð Kane
Enski landsliðsmaðurinn Luke Shaw hefur ekki áhyggjur af markaþurrð Harry Kane en enski landsliðsfyrirliðinn er ekki kominn á blað á EM.

Auddi eins og Pepe en Steindi krakkinn með tyggjóið
Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson voru gestirnir EM í dag hjá þeim Helenu Ólafsdóttir og Guðmundi Benediktssyni í gærkvöldi.

Sjáðu mörkin: Morata þakkaði traustið og Goalandowski skoraði að sjálfsögðu
Spánn og Pólland gerðu 1-1 jafntefli í E-riðlinum á Evrópumótinu 2020 þar sem framherjar liðanna skoruðu báðir.

Aftur misstígu Spánverjar sig
Spánverjar eru einungis með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Hatar nútímafótbolta: „Vildi að VAR væri ekki til“
Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool á Englandi og spænska landsliðsins, segist ekki hrifinn af nútímafótbolta. Tæknin sé skaðleg og einstaklingsgæði fái ekki lengur að njóta sín.

„Ronaldo var dragbítur á sitt lið varnarlega í dag“
Freyr Alexandersson, fyrrum landsliðsþjálfari og nú spekingur Stöðvar 2 Sports, hreifst ekki af varnarvinnu Cristiano Ronaldo í leik Portúgals og Þýskalands.

Sjáðu sjálfsmörkin og skyndisóknina mögnuðu
Það er allt opið í D-riðlinum á EM í fótbolta. Þýskaland vann 4-2 sigur á Portúgal í dag og eru með þrjú stig, eins og Portúgalar, en Frakkar eru með fjögur og Ungverjar eitt.

Þýskur sigur í stórleiknum
Þýskaland hafði betur gegn Portúgal, 4-2, í stórleik dagsins á Evrópumótinu í fótbolta. Portúgal komst yfir í leiknum en þeir þýsku skoruðu svo fjögur mörk áður en Portúgal minnkaði muninn.

Hetjuleg frammistaða skilaði Ungverjum stigi gegn hikandi heimsmeisturum
Ungverjaland og Frakkland skildu jöfn, 1-1, er þau áttust við í F-riðli Evrópumótsins í Búdapest í dag. Frakkar voru aldrei nálægt því að stela stigunum þremur á lokakaflanum.

Sjáðu markið: Allt ætlaði um koll að keyra í Búdapest
Attila Fiola kom Ungverjalandi óvænt í 1-0 forystu gegn Frökkum rétt fyrir hálfleik í leik liðanna á Puskás-vellinum í Búdapest. Ástríðan var mikil eftir markið þar sem aðstaða fjölmiðlamanna varð undir.

Keane og Souness gagnrýna Kane - „Fótboltinn kemur ekki heim með þessu liði“
Graeme Souness, fyrrum fyrirliði Liverpool og skoska landsliðsins, og Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og Írlands, voru harðorðrr í garð Harry Kane og enska landsliðsins eftir markalaust jafntefli liðsins við Skotland á Wembley í D-riðli EM í gærkvöld.

„Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley
Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Vill ekki breyta um umdeilt leikkerfi fyrir stórleik dagsins
Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segist þurfa að breyta til, en þó ekki um of, fyrir leik liðsins við Evrópumeistara Portúgals í F-riðli Evrópumótsins í dag. Þjóðverjar þurfa sigur eftir tap í fyrsta leik.

IKEA, Volvo, ABBA og 4-4-2: Einfalt og virkar
Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í kringum EM í fótbolta, hélt stutta lofræðu um Svíþjóð í uppgjörsþætti gærkvöldsins. Dómsmálaráðherra misskildi þá aðeins leikkerfi þeirra sænsku.

Sjáðu markasyrpu gærdagsins: Fámennt en góðmennt
Þrír leikir fóru að venju fram á EM karla í fótbolta víðsvegar um Evrópu í gær. Mörkin létu heldur á sér standa miðað við síðustu daga.

„Við þurfum að gera betur“
Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var ekki nægilega sáttur við sína menn í markalausu jafntefli þeirra við Skotland í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta í kvöld.

Busquets laus við veiruna og mættur til starfa
Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins á yfirstandandi Evrópumóti, er laus við kórónuveiruna og er kominn til móts við liðsfélaga sína. Spánn mætir Póllandi í annað kvöld.