Fréttir af flugi

Fréttamynd

Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung

Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans.

Innlent
Fréttamynd

Á von á því að samningurinn verði samþykktur

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur.

Innlent
Fréttamynd

„Boltinn í raun og veru hjá félaginu“

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt að því að niðurgreiðsla innanlandsflugs hefjist í haust

Samgönguráðherra segir stefnt að því að niðurgreiðslur innanlandsflugs til íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt skosku leiðinni svokölluðu, hefjist í haustbyrjun. Miðað verður við að hver íbúi fái fjörutíu prósenta styrk fyrir allt að tveimur ferðum fram til áramóta.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins

Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Lík flugmannsins fundið

Leitaraðgerðir hófust í morgun eftir að fréttir bárust af því að F-15C Eagle vél bandaríkjahers hefði hrapað í Norðursjó, austur af Austur-Jórvíkurskíri í Englandi.

Erlent