Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 16:49 Wow air varð gjaldþrota í mars í fyrra og dróst losun íslenskra flugrekenda verulega saman í kjölfarið. Mikil útþensla í fluggeiranum árin á undan þýðir þó að losunin er nú ennþá á pari við það sem gerðist árið 2015. Vísir/Vilhelm Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans. Í uppgjöri íslenskra flugrekenda í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) kemur fram að losun þeirra dróst saman um 37,6% á milli áranna 2018 og 2019. Umhverfisstofnun rekur samdráttinn til „færri þátttakenda í kerfinu“. Wow air fór í þrot í mars í fyrra. Losunin jókst aftur á móti mikið árin 2016 til 2018. Brotthvarf Wow air hefur þannig aðeins fært losun íslenskra flugrekenda aftur til ársins 2015 og er hún nú í 596.124 tonnum af koltvísýringsígildum. Tölurnar segja þó ekki alla söguna um losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þær ná aðeins til losunar innan evrópska efnahagssvæðisins. Þannig er ótalin losun sem hlýst af flugferðum til Ameríku. Lítilsháttar samdráttur var í losun þeirra sjö iðnfyrirtækja sem eiga aðild að viðskiptakerfinu á milli ára, um 2,57%. Heildarlosun þeirra nam rúmum 1,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2019. Þegar iðnaður og flugrekendur eru teknir saman dróst losun íslenskra aðila saman um rúm 10% frá 2018 til 2019. Á sama tíma dróst losun innan viðskiptakerfisins í heild saman um 8,7%. Þarf af varð 9% samdráttur í staðbundnum iðnaði en 1% aukning í losun frá flugsamgöngum. Með viðskiptakerfinu með losunarheimildir fá rekstraraðilar úthlutað ákveðnum heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda. Losi þeir meira en sem þeim nemur þurfa þeir að greiða fyrir heimildirnar. Kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að fækka losunarheimildunum árlega. Loftslagsmál Fréttir af flugi Stóriðja Evrópusambandið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans. Í uppgjöri íslenskra flugrekenda í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) kemur fram að losun þeirra dróst saman um 37,6% á milli áranna 2018 og 2019. Umhverfisstofnun rekur samdráttinn til „færri þátttakenda í kerfinu“. Wow air fór í þrot í mars í fyrra. Losunin jókst aftur á móti mikið árin 2016 til 2018. Brotthvarf Wow air hefur þannig aðeins fært losun íslenskra flugrekenda aftur til ársins 2015 og er hún nú í 596.124 tonnum af koltvísýringsígildum. Tölurnar segja þó ekki alla söguna um losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þær ná aðeins til losunar innan evrópska efnahagssvæðisins. Þannig er ótalin losun sem hlýst af flugferðum til Ameríku. Lítilsháttar samdráttur var í losun þeirra sjö iðnfyrirtækja sem eiga aðild að viðskiptakerfinu á milli ára, um 2,57%. Heildarlosun þeirra nam rúmum 1,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2019. Þegar iðnaður og flugrekendur eru teknir saman dróst losun íslenskra aðila saman um rúm 10% frá 2018 til 2019. Á sama tíma dróst losun innan viðskiptakerfisins í heild saman um 8,7%. Þarf af varð 9% samdráttur í staðbundnum iðnaði en 1% aukning í losun frá flugsamgöngum. Með viðskiptakerfinu með losunarheimildir fá rekstraraðilar úthlutað ákveðnum heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda. Losi þeir meira en sem þeim nemur þurfa þeir að greiða fyrir heimildirnar. Kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að fækka losunarheimildunum árlega.
Loftslagsmál Fréttir af flugi Stóriðja Evrópusambandið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira