Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2020 23:41 Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var við hæfi að grænlensk stjórnvöld kynntu breyttar reglur á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Nýjar tilslakanir um það hverjir mega núna ferðast til Grænlands snúa nefnilega eingöngu að Íslendingum. Áður var aðeins íbúum danska ríkjasambandsins, Dönum, Færeyingum og auðvitað Grænlendingum sjálfum leyft að koma til landsins, án strangra skilyrða, en núna er búið að bæta Íslendingum í hópinn. Og það sem meira er: Íslendingar njóta núna meiri forréttinda heldur en Danir því þeir sem koma til Grænlands frá Kaupmannahöfn verða að fara í tveggja vikna heimasóttkví eða láta skima fyrir veirunni innan fimm daga. Íslendingar, sem koma beint frá Íslandi, sem og Færeyingar, þurfa enga sóttkví og leyfist að fara beint á kaffihús og í verslanir á Grænlandi, að því er grænlenska fréttastöðin KNR greindi frá. Allt flug Air Iceland Connect til Grænlands hefur legið niðri frá því kórónufaraldurinn blossaði upp. Félagið tilkynnti þann 15. júní að það myndi hefja flug til Nuuk einu sinni í viku í júlí á föstudögum. Engar ákvarðanir liggja fyrir um flug til annarra áfangastaða félagsins á Grænlandi. „Við fylgjumst vel með stöðunni og erum stöðugt að yfirfara áætlanir okkar miðað við nýjar forsendur og munum bregðast við í samræmi við það. En eins og staðan er núna teljum við ekki raunhæft að setja upp meira flug en þetta í júlí til Grænlands,“ segir Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður innanlandsflugs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var við hæfi að grænlensk stjórnvöld kynntu breyttar reglur á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Nýjar tilslakanir um það hverjir mega núna ferðast til Grænlands snúa nefnilega eingöngu að Íslendingum. Áður var aðeins íbúum danska ríkjasambandsins, Dönum, Færeyingum og auðvitað Grænlendingum sjálfum leyft að koma til landsins, án strangra skilyrða, en núna er búið að bæta Íslendingum í hópinn. Og það sem meira er: Íslendingar njóta núna meiri forréttinda heldur en Danir því þeir sem koma til Grænlands frá Kaupmannahöfn verða að fara í tveggja vikna heimasóttkví eða láta skima fyrir veirunni innan fimm daga. Íslendingar, sem koma beint frá Íslandi, sem og Færeyingar, þurfa enga sóttkví og leyfist að fara beint á kaffihús og í verslanir á Grænlandi, að því er grænlenska fréttastöðin KNR greindi frá. Allt flug Air Iceland Connect til Grænlands hefur legið niðri frá því kórónufaraldurinn blossaði upp. Félagið tilkynnti þann 15. júní að það myndi hefja flug til Nuuk einu sinni í viku í júlí á föstudögum. Engar ákvarðanir liggja fyrir um flug til annarra áfangastaða félagsins á Grænlandi. „Við fylgjumst vel með stöðunni og erum stöðugt að yfirfara áætlanir okkar miðað við nýjar forsendur og munum bregðast við í samræmi við það. En eins og staðan er núna teljum við ekki raunhæft að setja upp meira flug en þetta í júlí til Grænlands,“ segir Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður innanlandsflugs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00