WOW Air

Fréttamynd

Moody´s: Erfitt að fylla fullkomlega í skarð WOW air

Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW.

Innlent
Fréttamynd

Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn

Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air

Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Óumflýjanlegt að flugfargjöld hækki

Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri gáttir inn í landið geti dregið úr áföllum

Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum.

Innlent
Fréttamynd

Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi

Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR

Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á.

Innlent
Fréttamynd

Fall WOW air hefur áhrif á fiskútflutning

Brotthvarf WOW air af markaði getur haft neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem hafa reitt sig á fraktflutninga hjá flugfélaginu. Sölustjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki segist vona að áhrifin vari aðeins til skamms tíma.

Viðskipti