Icelandair Bandarískur sjóður losar um stóran hluta bréfa sinna í Icelandair Bandarískur vogunarsjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Icelandair frá því um mitt árið í fyrra, seldi í flugfélaginu fyrir nærri 200 milljónir króna á seinni helmingi síðasta mánaðar. Frá áramótum hefur sjóðurinn, sem er stýringu hjá Stone Forest Capital, losað um þriðjung bréfa sinna í Icelandair. Innherji 3.6.2022 11:28 Frumkvöðlar frá fyrsta degi Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Skoðun 3.6.2022 08:00 Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.5.2022 13:06 Reynslubolta í háloftunum líst illa á einkunnaforrit Icelandair Fyrrverandi flugfreyja, sem á að baki langan starfsferil hjá Icelandair, telur að smáforrit sem sett hefur verið upp svo flugfreyjur og þjónar félagsins geti metið starfsframmistöðu samstarfsfólks síns sé ekki af hinu góða. Viðskipti innlent 14.5.2022 09:00 Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Viðskipti innlent 13.5.2022 11:20 Spáir rekstrartapi hjá Icelandair í ár vegna mikillar hækkunar á eldsneytisverði Rekstrargrundvöllur Icelandair hefur tekið stakkaskiptum á milli ára samtímis aukinni eftirspurn eftir flugi en á móti eru ýmsir kostnaðarliðir, eins og meðal annars hækkandi eldsneytisverð, að þróast með óhagstæðum hætti, gengi krónunnar er sterkt og samkeppnin er mikil. Innherji 11.5.2022 18:31 Icelandair tapaði 7,4 milljörðum en tekjur jukust mjög Icelandair tapaði 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjur félagsins þrefölduðust samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Viðskipti innlent 28.4.2022 18:34 Þarf að selja allt sitt í Icelandair Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, þarf að selja allan eignarhlut sinn í Icelandair innan tiltekins tíma, vegna kaupa Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Hluturinn er metinn á rétt rúmlega einn milljarð króna. Viðskipti innlent 26.4.2022 17:57 Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. Viðskipti innlent 26.4.2022 15:59 Flugvél á leið til Alicante snúið við vegna bilunar Flugvél Icelandair á leið til Alicante á Spáni var snúið við skömmu eftir flugtak vegna bilunar. Innlent 21.4.2022 16:36 Ekki lengur grímuskylda í flugi til Bandaríkjanna Grímuskylda verður valkvæð í flugferðum á vegum Icelandair og Play til Bandaríkjanna. Play og Icelandair slökuðu á sínum reglum varðandi grímuskyldu í ákveðnum ferðum í Evrópu í síðasta mánuði en hafa nú stigið skrefinu lengra í samræmi við úrskurð alríkisdómara í Bandaríkjunum. Innlent 19.4.2022 18:06 Bóksal selur í skráðum félögum til að minnka áhættu og skuldsetningu Fjárfestingafélagið Bóksal, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur og hefur verið afar umsvifamikið á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri, seldi í liðnum mánuði hluta bréfa sinna í Icelandair, Arion banka og Kviku banka þar sem það hefur um nokkurt skeið verið á meðal stærstu hluthafa. Innherji 31.3.2022 11:31 Óábyrgt að bregðast ekki við hækkandi olíuverði, segir forstjóri PLAY Forstjóri PLAY segir óhjákvæmilegt að sérstakt eldsneytisálag sé greitt ofan á farmiða félagsins, líkt og tilkynnt var um í síðustu viku. Innherji 28.3.2022 07:01 Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku. Neytendur 25.3.2022 14:49 Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. Innlent 10.3.2022 11:59 Fimmtán flugfélög með reglulegt flug til Íslands í ár og 25 í sumar Fimmtán flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands reglulega í ár og alls munu 25 bjóða upp á flug til Íslands í sumar. Árið 2019, fyrir heimsfaraldur, voru það fjórtán flugfélög sem flugu allan ársins hring til Íslands, en líkt og í ár voru það 25 flugfélög sem flugu til Íslands sumarið 2019. Viðskipti innlent 10.3.2022 07:15 Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. Viðskipti innlent 7.3.2022 20:59 Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. Viðskipti innlent 7.3.2022 10:21 Legómeistararnir Brynjar og Mikael byggja risastóra eftirlíkingu af flugvél Tveir ungir legómeistarar vinna nú hörðum höndum að því að klára risastóra eftirlíkingu af Icelandair-flugvél, sem fær að líta dagsins ljós á næstu dögum. Vélin er fjörutíu kíló og hefur verið í smíðum í tæpar sex hundruð klukkustundir. Strákarnir segja verkefnið vissulega hafa tekið á þolinmæðina en eru vonum kátir með afraksturinn. Lífið 5.3.2022 13:02 Kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn Icelandair samþykkt Aðalfundur Icelandair Group samþykkti í dag tillögu stjórnar félagsins um nýja starfskjarastefnu og kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn. Stjórn félagsins verður heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Viðskipti innlent 3.3.2022 23:17 Öllu flugi í fyrramálið frestað eða aflýst Öllu flugi íslensku flugfélaganna til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt og í fyrramálið hefur verið frestað eða aflýst vegna óveðursins. Allar flugferðir Icelandair frá Bandaríkjunum til landsins í kvöld hefur einnig verið frestað um sólarhring. Innlent 21.2.2022 16:23 Akta selur þriðjung bréfa sinna í Icelandair eftir tugprósenta verðhækkun Hlutabréfasjóður í stýringu Akta, sem fór að byggja upp umtalsverða stöðu í Icelandair Group undir lok síðasta árs, seldi í liðinni viku um þriðjung bréfa sinna í flugfélaginu en hlutabréfaverð þess hefur hækkað um liðlega 40 prósent á rúmlega tveimur mánuðum. Innherji 17.2.2022 15:09 Eldsneytisverð þrýstir upp kostnaði Icelandair, spá háu verði út árið Hátt eldsneytisverð er ein helsta skýringin á því að einingakostnaður Icelandair í fyrra var mun hærri en flugfélagið spáði í fjárfestakynningu sem það birti fyrir hlutafjárútboðið 2020. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn Innherja. Innherji 17.2.2022 09:27 Einingakostnaður Icelandair talsvert hærri en spá félagsins fyrir útboðið Nokkrar af helstu lykiltölunum í ársuppgjöri Icelandair Group voru undir þeim markmiðum sem sett voru fram í fjárfestakynningunni sem flugfélagið útbjó fyrir hlutafjárútboðið 2020. Einingakostnaður félagsins, helsti mælikvarðinn á samkeppnishæfni flugfélaga, reyndist 15 prósentum hærri en spá. Innherji 16.2.2022 07:00 Full flugvél Icelandair lent á Kúbu í tilefni stórafmælis Guðjóns í OZ Guðjón Már Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ, fagnar fimmtugsafmæli sínu á morgun. Guðjón Már verður að heiman á sjálfan afmælisdaginn en þó í góðra vina hópi í afmælisferð á Kúbu. Lífið 15.2.2022 22:38 Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. Innherji 10.2.2022 17:27 Icelandair stefnir viðhaldsfyrirtæki vegna róar af rangri stærð Icelandair hefur stefnt kanadíska flugvélaviðhaldsfyrirtækinu Kelowna Flighcraft á þeim grundvelli að það hafi klúðrað viðhaldi á lendingarbúnaði Boeing-757 þotu félagsins, með þeim afleiðingum að vélinni hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tveimur árum. Viðskipti innlent 10.2.2022 13:01 Nýtt verðmatsgengi Icelandair tæplega 40 prósentum hærra en markaðsgengið Verðmatsgengi Icelandair samkvæmt nýju verðmati Jakobsson Capital, sem Innherji hefur undir höndum, er 2,93 krónur á hlut og er því um 36 prósentum yfir markaðsgengi. Það hækkar um 18 prósent frá fyrra verðmati. Innherji 10.2.2022 12:46 Helga Vala furðar sig á feitum launum Boga í ljósi ríflegra ríkisstyrkja til Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group fékk launagreiðslur sem nema 67,5 milljónum á síðasta ári eða sem nemur 5,6 milljónum króna á mánuði. Viðskipti innlent 8.2.2022 12:00 Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. Innherji 7.2.2022 18:13 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 50 ›
Bandarískur sjóður losar um stóran hluta bréfa sinna í Icelandair Bandarískur vogunarsjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Icelandair frá því um mitt árið í fyrra, seldi í flugfélaginu fyrir nærri 200 milljónir króna á seinni helmingi síðasta mánaðar. Frá áramótum hefur sjóðurinn, sem er stýringu hjá Stone Forest Capital, losað um þriðjung bréfa sinna í Icelandair. Innherji 3.6.2022 11:28
Frumkvöðlar frá fyrsta degi Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Skoðun 3.6.2022 08:00
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.5.2022 13:06
Reynslubolta í háloftunum líst illa á einkunnaforrit Icelandair Fyrrverandi flugfreyja, sem á að baki langan starfsferil hjá Icelandair, telur að smáforrit sem sett hefur verið upp svo flugfreyjur og þjónar félagsins geti metið starfsframmistöðu samstarfsfólks síns sé ekki af hinu góða. Viðskipti innlent 14.5.2022 09:00
Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Viðskipti innlent 13.5.2022 11:20
Spáir rekstrartapi hjá Icelandair í ár vegna mikillar hækkunar á eldsneytisverði Rekstrargrundvöllur Icelandair hefur tekið stakkaskiptum á milli ára samtímis aukinni eftirspurn eftir flugi en á móti eru ýmsir kostnaðarliðir, eins og meðal annars hækkandi eldsneytisverð, að þróast með óhagstæðum hætti, gengi krónunnar er sterkt og samkeppnin er mikil. Innherji 11.5.2022 18:31
Icelandair tapaði 7,4 milljörðum en tekjur jukust mjög Icelandair tapaði 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjur félagsins þrefölduðust samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Viðskipti innlent 28.4.2022 18:34
Þarf að selja allt sitt í Icelandair Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, þarf að selja allan eignarhlut sinn í Icelandair innan tiltekins tíma, vegna kaupa Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Hluturinn er metinn á rétt rúmlega einn milljarð króna. Viðskipti innlent 26.4.2022 17:57
Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. Viðskipti innlent 26.4.2022 15:59
Flugvél á leið til Alicante snúið við vegna bilunar Flugvél Icelandair á leið til Alicante á Spáni var snúið við skömmu eftir flugtak vegna bilunar. Innlent 21.4.2022 16:36
Ekki lengur grímuskylda í flugi til Bandaríkjanna Grímuskylda verður valkvæð í flugferðum á vegum Icelandair og Play til Bandaríkjanna. Play og Icelandair slökuðu á sínum reglum varðandi grímuskyldu í ákveðnum ferðum í Evrópu í síðasta mánuði en hafa nú stigið skrefinu lengra í samræmi við úrskurð alríkisdómara í Bandaríkjunum. Innlent 19.4.2022 18:06
Bóksal selur í skráðum félögum til að minnka áhættu og skuldsetningu Fjárfestingafélagið Bóksal, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur og hefur verið afar umsvifamikið á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri, seldi í liðnum mánuði hluta bréfa sinna í Icelandair, Arion banka og Kviku banka þar sem það hefur um nokkurt skeið verið á meðal stærstu hluthafa. Innherji 31.3.2022 11:31
Óábyrgt að bregðast ekki við hækkandi olíuverði, segir forstjóri PLAY Forstjóri PLAY segir óhjákvæmilegt að sérstakt eldsneytisálag sé greitt ofan á farmiða félagsins, líkt og tilkynnt var um í síðustu viku. Innherji 28.3.2022 07:01
Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku. Neytendur 25.3.2022 14:49
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. Innlent 10.3.2022 11:59
Fimmtán flugfélög með reglulegt flug til Íslands í ár og 25 í sumar Fimmtán flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands reglulega í ár og alls munu 25 bjóða upp á flug til Íslands í sumar. Árið 2019, fyrir heimsfaraldur, voru það fjórtán flugfélög sem flugu allan ársins hring til Íslands, en líkt og í ár voru það 25 flugfélög sem flugu til Íslands sumarið 2019. Viðskipti innlent 10.3.2022 07:15
Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. Viðskipti innlent 7.3.2022 20:59
Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. Viðskipti innlent 7.3.2022 10:21
Legómeistararnir Brynjar og Mikael byggja risastóra eftirlíkingu af flugvél Tveir ungir legómeistarar vinna nú hörðum höndum að því að klára risastóra eftirlíkingu af Icelandair-flugvél, sem fær að líta dagsins ljós á næstu dögum. Vélin er fjörutíu kíló og hefur verið í smíðum í tæpar sex hundruð klukkustundir. Strákarnir segja verkefnið vissulega hafa tekið á þolinmæðina en eru vonum kátir með afraksturinn. Lífið 5.3.2022 13:02
Kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn Icelandair samþykkt Aðalfundur Icelandair Group samþykkti í dag tillögu stjórnar félagsins um nýja starfskjarastefnu og kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn. Stjórn félagsins verður heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Viðskipti innlent 3.3.2022 23:17
Öllu flugi í fyrramálið frestað eða aflýst Öllu flugi íslensku flugfélaganna til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt og í fyrramálið hefur verið frestað eða aflýst vegna óveðursins. Allar flugferðir Icelandair frá Bandaríkjunum til landsins í kvöld hefur einnig verið frestað um sólarhring. Innlent 21.2.2022 16:23
Akta selur þriðjung bréfa sinna í Icelandair eftir tugprósenta verðhækkun Hlutabréfasjóður í stýringu Akta, sem fór að byggja upp umtalsverða stöðu í Icelandair Group undir lok síðasta árs, seldi í liðinni viku um þriðjung bréfa sinna í flugfélaginu en hlutabréfaverð þess hefur hækkað um liðlega 40 prósent á rúmlega tveimur mánuðum. Innherji 17.2.2022 15:09
Eldsneytisverð þrýstir upp kostnaði Icelandair, spá háu verði út árið Hátt eldsneytisverð er ein helsta skýringin á því að einingakostnaður Icelandair í fyrra var mun hærri en flugfélagið spáði í fjárfestakynningu sem það birti fyrir hlutafjárútboðið 2020. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn Innherja. Innherji 17.2.2022 09:27
Einingakostnaður Icelandair talsvert hærri en spá félagsins fyrir útboðið Nokkrar af helstu lykiltölunum í ársuppgjöri Icelandair Group voru undir þeim markmiðum sem sett voru fram í fjárfestakynningunni sem flugfélagið útbjó fyrir hlutafjárútboðið 2020. Einingakostnaður félagsins, helsti mælikvarðinn á samkeppnishæfni flugfélaga, reyndist 15 prósentum hærri en spá. Innherji 16.2.2022 07:00
Full flugvél Icelandair lent á Kúbu í tilefni stórafmælis Guðjóns í OZ Guðjón Már Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ, fagnar fimmtugsafmæli sínu á morgun. Guðjón Már verður að heiman á sjálfan afmælisdaginn en þó í góðra vina hópi í afmælisferð á Kúbu. Lífið 15.2.2022 22:38
Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. Innherji 10.2.2022 17:27
Icelandair stefnir viðhaldsfyrirtæki vegna róar af rangri stærð Icelandair hefur stefnt kanadíska flugvélaviðhaldsfyrirtækinu Kelowna Flighcraft á þeim grundvelli að það hafi klúðrað viðhaldi á lendingarbúnaði Boeing-757 þotu félagsins, með þeim afleiðingum að vélinni hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tveimur árum. Viðskipti innlent 10.2.2022 13:01
Nýtt verðmatsgengi Icelandair tæplega 40 prósentum hærra en markaðsgengið Verðmatsgengi Icelandair samkvæmt nýju verðmati Jakobsson Capital, sem Innherji hefur undir höndum, er 2,93 krónur á hlut og er því um 36 prósentum yfir markaðsgengi. Það hækkar um 18 prósent frá fyrra verðmati. Innherji 10.2.2022 12:46
Helga Vala furðar sig á feitum launum Boga í ljósi ríflegra ríkisstyrkja til Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group fékk launagreiðslur sem nema 67,5 milljónum á síðasta ári eða sem nemur 5,6 milljónum króna á mánuði. Viðskipti innlent 8.2.2022 12:00
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. Innherji 7.2.2022 18:13
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent