
Fjölmiðlar

Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga?
Ímyndaðu þér sjónvarpsdagskrá sem er í raun í höndum almennings. Ekki aðeins sem áhorfendur, heldur sem virkir þátttakendur í mótun efnisins. Hvað ef hluti af dagskrá RÚV yrði kosningahæfur, þar sem almenningur fengi að velja hvaða myndir, þættir eða efni yrði sýnt?

„Vona að þú sofir vel“
„Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012.

Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan
Tyrkneskur dómstóll dæmdi sænskan blaðamann í ellefu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta landsins, í dag. Blaðamaðurinn á enn yfir höfði sér ákæru fyrir meint tengsl við hryðjuverksamtök.

Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki
Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja.

Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar
Fjölmiðlanefnd ætlar á fundi sínum þann 15. maí að taka til skoðunar umfjöllun vefmiðilsins Fréttarinnar um meinta hópnauðgun um páskana sem unnin var upp úr Facebook-færslu og lögregla kannast ekki við að hafa til rannsóknar.

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Svo virðist sem Eni Aluko hafi gert sjálfsmark þegar hún gagnrýndi Ian Wright fyrir að taka of mikið pláss í umfjöllun um kvennafótbolta.

Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin
Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um tvöleytið í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi fjölmiðlamaður.

„Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“
„Jakob Bjarnar. Viltu gjöra svo vel að tala ekki við mig eins og ég sé gamalmenni. Ég segi bara eins og Bryan Adams: Ég verð átján þar til ég dey. Öllu máli skiptir að menn haldi andlegri og líkamlegri heilsu.“

Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA
„Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA.

Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun
Bogi Ágústsson, fréttaþulur Ríkisútvarpsins, les sinn síðasta fréttatíma á morgun.

Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið
Síðasta þættinum af Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni verður útvarpað á morgun á Rás 2. Útvarpsþátturinn hóf göngu sína í ágúst árið 2018.

Frægustu vinslit Íslandssögunnar
Fréttir af vinslitum Patriks Atlasonar, Prettyboitjokkó, og Ágústs Beinteins Árnasonar, Gústa B. vöktu athygli í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skipti sem vinslit frægra Íslendinga vekja athygli og eru til umfjöllunar fjölmiðla.

Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana
Eni Aluko, fyrrverandi framherji enska fótboltalandsliðsins, segist hafa fengið færri tækifæri í sjónvarpi eftir að hún kærði Joey Barton fyrir meiðyrði.

Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV
Eva Georgs Ásudóttir var í dag ráðin í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV úr hópi 28 umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Eva starfaði í tvo áratugi hjá Stöð 2 og síðustu árin sem sjónvarpsstjóri. Intellecta annaðist ráðningarferlið.

Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan
Allt að tólf ára fangelsisdómur vofir yfir sænskum blaðamanni ef hann verður sakfelldur fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta Tyrklands, og hryðjuverkabrot. Blaðamaðurinn var handtekinn í lok mars þegar hann ætlaði að fjalla um mótmæli gegn forsetanum.

Tíufréttir heyra sögunni til
RÚV ætlar að hætta að senda út sjónvarpsfréttir klukkan tíu á kvöldin. Þá mun fréttatíminn sem er í dag klukkan sjö á kvöldin færast til klukkan átta.

Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna
Brotthvarf framleiðanda bandaríska fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í vikunni kom í kjölfar þess að eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, hnýsaðist um umfjöllun þáttarins um Bandaríkjaforseta. Framleiðandinn sagðist ekki lengur hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði í kveðjubréfi til samstarfsmanna sinna.

Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir
Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur.

Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day
Gary Lineker leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day. Hann hættir að stýra þættinum fræga eftir tímabilið.

Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að
Stjórn Bandaríkjaforseta bannar enn fréttamönnum AP fréttaveitunnar að sitja blaðamannafundi forsetans þrátt fyrir að bandarískur dómari hefur dæmt í málinu.

Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022.

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.

Máttu ekki banna fréttamenn AP
Bandarískur dómari hefur skipað stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að veita AP fréttaveitunni aðgang að viðburðum og blaðamannafundum forsetans. Þeim var meinaður aðgangur fyrir að kalla ekki Mexíkóflóa Ameríkuflóa líkt og forsetinn vill.

Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun
Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan.

Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta
Það virðast stundum koma tímabil þar sem okkur finnst eiginlega eins og allt sé að fara fjandans til í fréttum.

Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra
Alls bárust 28 umsóknir um stöðu dagskrárstjóra hjá RÚV. Fjórir drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista. Meðal umsækjenda er Margrét Jónasdóttir starfandi dagskrárstjóri og Eva Georgs Ásudóttir fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.

Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf telur að RÚV enn vera of skuld sett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Þetta sé þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem leitt hafi til skuldalækkunar. Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024.

„Þetta er bara brandarakvöld“
Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekki hægt að svara þeirri ofsareiði sem brotist hefur út í athugasemdakerfum víðs vegar eftir fjörugt bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni.

„Auðvitað lét ég hann heyra það“
Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar.

Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu
Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans.