Dýr

Fréttamynd

Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Hestur hljóp á lögreglubíl

Lögregluþjónum brá heldur betur í brún þegar þeir voru kallaðir út vegna hests sem gekk laus í úthverfi London í gærmorgun. Þegar þeir mættu á vettvang kom hesturinn hlaupandi úr myrkrinu og hljóp á bíl þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­margir lagt leið sína í Þor­láks­höfn

Mikill fjöldi hefur lagt leið sína niður í fjöru við Þorlákshöfn í dag en hval rak þar á land í vikunni. Bæjarstjóri gleðst yfir áhuga fólks en reiknað er með því að farga hvalnum á þriðjudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Hross mikið slasað eftir að ekið var á það á Kjalarnesi

Ekið var á hross á Kjalarnesi í gærkvöldi. Lifði það áreksturinn en var mikið slasað. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur ítrekað verið stöðvaður þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag

Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Grunar að gæsa­skytta hafi drepið tvö ung hross með riffli

Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Refir falli undir skil­greiningu um gælu­dýr

Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna.

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­varð­stjóri á eftir­launum átti ref og skilur ekkert í Mat­væla­stofnun

„Ég skil ekkert í Matvælastofnun að hafa ruðst inn til greyið stráksins til að reyna taka af honum refinn,“ segir Hlöðver Magnússon, fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni. Og kona hans, Ástríður Sveinsdóttir, eða Ásta, tekur undir með honum: „Já, mér finnst það bara dónaskapur,“ segir hún. Hjónin áttu sjálf ref árið 1993 og voru þekkt fyrir að ganga um með hann í bandi.

Innlent
Fréttamynd

Aðför að villtum dýrum á Íslandi

Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­trú­leg fjölgun hnúð­laxa er hulin ráð­gáta

Finnskur rann­sóknar­prófessor segir enga leið að spá fyrir um af­leiðingar hinnar gríðar­legu aukningar í stofni hnúð­laxa í Norður At­lants­hafinu. Hún gæti orðið dra­stísk ef vöxtur stofnsins heldur á­fram á sömu braut og hann hefur verið á en hann virðist hafa tí­faldast milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt

Ágústi Bein­teini Árna­syni brá heldur betur í brún þegar tveir ein­kennis­klæddir lög­reglu­menn mættu að heimili hans á­samt full­trúa Mat­væla­stofnunar (MAST) í síðustu viku með hús­leitar­heimild. Mark­miðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi

Magnús Davíð Norð­dahl, lög­fræðingur og odd­viti Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi í síðustu al­þingis­kosningum, er hættur að hugsa um kosninga­málið í bili og farinn að snúa sér aftur að lög­fræði­störfum. Þar á meðal máli sem kom ný­lega inn á borð lög­fræði­stofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um.

Innlent