Þýskaland

Fréttamynd

Fremur leiðin­leg kosninga­bar­átta og lit­lausir fram­bjóð­endur

Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka eitrun í þýskum háskóla

Sjö hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir að eitur var skilið eftir í mötuneyti þýsks háskóla í gær. Einn þeirra var fluttur á spítala í lífshættu.

Erlent
Fréttamynd

Merkel og Pútin funda í Moskvu

Angela Merkel kanslari Þýskaland fer til fundar við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í dag. Samskipti ríkjanna eru við frostmark og versnuðu mikið vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny og afskipta Rússa af málefnum Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum

Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Icelandair eykur flug og bætir við á­fanga­stað

Icelandair hefur á­kveðið að bæta við flugi til þriggja á­fanga­staða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Or­lando í Flórída og Tenerife á Kanarí­eyjum. Þá bætist við nýr á­fanga­staður, skíða­borgin Salz­burg í Austurríki.

Neytendur
Fréttamynd

Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram

Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar ráðast í bólusetningar barna

Þýska bólusetningarráðið, sem hefur fram að þessu mótað stefnu Þjóðverja í málaflokknum, hefur mælt með að ráðist verði í bólusetningar 12-17 ára. Ávinningurinn vegur þyngra en mögulegir ókostir, segir ráðið.

Erlent
Fréttamynd

Gerd Muller er látinn

Einn mesti markaskorari allra tíma, hinn þýski Gerd Muller, er látinn 75 ára að aldri en frá þessu var greint á Twitter síðu FC Bayern nú fyrir skömmu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þúsundir fengu saltvatnslausn í stað bóluefnis

Yfirvöld í norðurhluta Þýskalands hafa biðlað til fjölda einstaklinga um að þiggja viðbótarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eftir að grunur vaknaði um að hjúkrunarfræðingur hefði sprautað þúsundir með saltvatnslausn í stað bóluefnis.

Erlent
Fréttamynd

Rekin af Ólympíuleikunum fyrir að slá hest

Þýskur fimmtarþrautarþjálfari hefur verið rekinn af Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir að slá hest. Kim Raisner, þjálfarinn sem um ræðir, var að reyna að aðstoða íþróttakonuna Anniku Schleu við að ná stjórn á hestinum Soint Boy í miðri keppni í gær.

Erlent
Fréttamynd

Sest í helgan stein eftir áttundu Ólympíu­leikana

Fimleikakonan Oksana Chusovitina er sest í helgan stein eftir nær fjögurra áratuga feril. Chusovitina keppti á sínum áttundu og síðustu Ólympíuleikum, í Tókýó í Japan, en hún hefur keppt á hverjum einustu leikum frá árinu 1992 þegar leikarnir fóru fram í Barcelona.

Sport
Fréttamynd

Einn lést í sprengingu í Þýska­landi

Minnst einn lést í sprengingu á iðnaðarasvæði fyrir efnavinnslufyrirtæki í Þýskalandi í morgun og tugir slösuðust. Fjögurra er enn saknað. Mikill eldur kviknaði við sprenginguna og mátti sjá mikinn reyk yfir borginni Leverkusen í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Ó­lík­legt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin

Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað.

Erlent