Heilbrigðismál

Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað.

Ný flensuveira í svínum talin geta valdið faraldri
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn.

Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu samþykkt
Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum.

Við refsum (ekki) veiku fólki
Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt.

Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum
Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars.

Vatnið sótt yfir lækinn
Páll Magnús Pálsson fjallar um liðskiptaaðgerðir sem hafa sett heilbrigðiskerfið í nokkurt uppnám.

Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG
Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir.

Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni
Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum.

Átök og erjur í SÁÁ
Pétur Tyrfingsson fer hér ítarlega yfir þau mál, þau ágreiningsefni og misskilning, sem undir eru í átökum innan SÁÁ að hans mati.

Hjúkrunarfræðingar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti rétt í þessu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra.

Hoppaðu á ljósmæðra-vagninn
Nú hringsólar um göturnar grænn strætisvagn skreyttur allsnöktum fæðandi konum, dularfullum höndum og slagorðinu „við tökum vel á móti þér“. En hvers vegna?

Fundu erfðabreytileika í geni sem eykur áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi
Íslenskir vísindamenn hafa fundið erfðabreytileika í geni sem eykur töluvert áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtli.

Hver og einn fer á sínum hraða í fjölskyldugöngu Ljóssins
Árleg fjölskylduganga Ljóssins fer fram á morgun en hún er hluti af áherslu Ljóssins á líkamlega endurhæfingu. Eins og oft áður er gengið upp Esjuna.

Segir alvarlegt að kjaradeila hjúkrunarfræðinga fari í gerðardóm
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann.

57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar
57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní.

Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum
Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins.

Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga
Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt

Hjúkrunarfræðingar sýna samningsnefnd samstöðu fyrir utan Karphúsið
Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag áður en samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu þar til fundar á þriðja tímanum.

Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun
Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu.

Smituðum fjölgar um þrjá milli daga
Staðfest smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.819 hér á landi.

Munu ekki ganga í störf hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga.

Bein útsending: Líðan íslenskra ungmenna
Bryndís fjallar um málið í ljósi niðurstaðna úr nýjustu Ungt fólk rannsókninni sem var lögð fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla nýverið.

„Tónn“ hjúkrunarfræðinga varðandi launahækkun sjúkraliða kom Bjarna á óvart
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tókust á í óundirbúnum fyrirspurnatíma nú í morgun varðandi kjaradeilur hjúkrunarfræðinga.

Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví
Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns.

Búist við ellefu hundruð manns til landsins í dag
Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum.

Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19.

Úthluta 360 milljónum úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 360 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 360 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála
Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála.

„Við áfallið brotlentu þeir allir“
„Fyrir fimm árum síðan vaknaði ég einmitt þennan dag, þann 15. júní, heilum sólarhring of seint eftir að hafa fengið stórt heilaáfall sem var ekkert víst að ég myndi ná að lifa af,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir nokkur heilablóðföll.

Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli
Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag.