Heilbrigðismál

Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn
Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi.

Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni
Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir.

Svona var tuttugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3.

Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga.

Lungnasjúklingar í margra mánaða félagslegri einangrun
Þúsundir Íslendinga sem glíma við lungnasjúkdóm hafa verið í sjálfskipuðu sóttkví síðastliðinn mánuð og sjá fram á félagslega einangrun næstu mánuði. Formaður Samtaka lungnasjúklinga segir þetta eina í stöðunni en hefur áhyggjur af andlegri hlið félagsmanna.

Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár
„Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans.

Staðfest smit orðin á fimmta hundrað
Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn.

Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku hefur greinst með smit
Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi hefur verið greindur með kórónuveiruna og er nú unnið að því að rekja ferðir hans.

„Það geta í raun allir veikst alvarlega“
Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi.

Svíar búa sig undir að það taki tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir
Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir.

Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur
Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur

Stöðvum þessa veiru!
Nú er ljóst að vesturlönd eru að gera skelfileg mistök með þeirri stefnu að reyna að stýra útbreiðslu veirunnar.

Nemar eru mikilvægt tannhjól
Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs.

Veiran að ná sér á flug
Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær.

Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19
Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19.

Svona var nítjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14.

Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Útgöngubann er ekki í spilunum“
Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða.

„Ég negli þessa veiru“
Þegar Svansí greindist með Covid-19 brá henni í brún og fékk samviskubit.

Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330
Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330.

Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi
Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna.

Víðir fluttur á hótel vegna kórónuveirunnar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild, er fluttur á hótel vegna kórónuveirunnar.

Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19
Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn.

Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa
Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi.

Býst við því að einhver starfsmanna hafi smitast
Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví.

Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús
Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins.

Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki
Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa.

Arnar Péturs og faðir hans bera sig vel með kórónuveiruna
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.

Varar eindregið við heimaprófum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu
Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg.