Heilbrigðismál

Fréttamynd

Landspítali, ertu að grínast?

Pabbi minn, tæplega 83 ára gamall hefur legið inni á Krabbameinsdeild Landspítalans í nokkrar vikur. Hann er með beinkrabbamein á 4. stigi sem byrjaði í blöðruhálskirtli eins og algengt er.

Skoðun
Fréttamynd

„Eins og að segja við mann­eskju sem notar gler­augu að taka gler­augnafrí“

Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað sinnum á bráða­mót­tökuna vegna sýkinga á einu ári

Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 

Innlent
Fréttamynd

Egg­heimta vegna krabba­meins­með­ferðar verði niður­greidd

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki rétt að tala um platað­gerðir

Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar.

Innlent
Fréttamynd

Hvað þurfa margir að missa röddina?

„Fær martraðir um að missa röddina“ var fyrirsögn að viðtali við söngkonuna Klöru Elíasdóttir. Það er í raun sorglegt at lesa þetta vegna þess að þetta ber vitni um almennt þekkingarleysi á rödd. Sé ekki um sjúkdóma að ræða, á röddin ekki að gefa sig ef þekking er fyrir hendi. Hins vegar vegna þess hve fólk veit almennt lítið um rödd veit það ekki hvað getur skemmt hana.

Skoðun
Fréttamynd

Telja vatnið á Akra­nesi öruggt þrátt fyrir ó­bragð

Engar skaðlegar örverur fundust í sýnum sem voru tekin úr drykkjarvatni á Akranesi í gær eftir að íbúar kvörtuðu undan óbragði af því. Forstöðumaður hjá Veitum segir leit standa yfir að orsökum óbragðsins í lóni í nágrenni bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Píeta vill opna gjaldfrjálsa þjónustu í öllum landshlutum

Píeta-samtökin stefna að því að opna úrræði með gjaldfrjálsri þjónustu í hverjum landshluta fyrir þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Nýtt Píeta-skjól verður opnað á Húsavík í dag en um sjö hundruð leita til samtakanna á hverju ári.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun Co­vid-19 smitaðra

Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. 

Innlent
Fréttamynd

Þurfa ekki að fjarlægja mynd af roða á hálsi

Heilbrigðisráðuneyti hefur fellt úr gildi ákvörðun Lyfjastofnunar sem gerði umboðsmanni lyfsins Septabene að fjarlægja mynd af roða í hálsi og ljósan borða á umbúðum lyfsins. Taldi ráðuneytið ákvörðunina ekki samræmast jafnræðisreglu þar sem fjöldi annarra lyfja væru áletruð með sambærilegum myndum. 

Neytendur
Fréttamynd

Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku

Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Fólk í ofþyngd álitið latt og subbulegt

„Nú veit ég að ég er mjög klár, ég hef dúxað í öllu sem ég hef tekið í skóla og útskrifast með hæstu meðaleinkunnir og ég er rosalega góð í að greina vandamál og tækifæri og slíkt. Það var aldrei, fannst mér, tekið mark á því sem ég hafði fram að færa og ég var alltaf svona annars flokks starfsmaður að vissu leyti vegna þess hversu stór ég var,“ segir íslensk kona í yfirþyngd sem hefur verið á vinnumarkaðnum í fjölda ára.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fann fimm­tán stykki á ör­fáum mínútum“

Sífellt fleiri tilkynningar berast eitrunarmiðstöð Landspítala vegna barna sem innbyrða nikótínpúða að sögn sérfræðings. Stefanía Ösp Guðmundsdóttir móðir nítján mánaða drengs sem rétt náði að koma í veg fyrir að hann borðaði púða á leikvelli í vikunni segir þá algjöra plágu.

Innlent
Fréttamynd

Eini réttarmeinafræðingur landsins fræðir rithöfunda um dauðann

Hvernig lítur líkami út sem hefur verið geymdur ofan í ferðatösku í þrjú ár? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvað tekur langan tíma fyrir lík að verða að beinagrind? Allt eru þetta spurningar sem Pétur Guðmann Guðmannsson hefur fengið. Og hann kippir sér lítið upp við það.

Innlent
Fréttamynd

Allt að þrettán ára neyti vímuefna

Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir mikla aukningu hafa verið á tilkynningum í júlí. Þær eigi sameiginlegt vímuefnaneyslu og hegðunarvanda ungmenna. Hún segir þeim fjölga sem leiti til þeirra vegna yngri barna. 

Innlent
Fréttamynd

Gulli lenti í kulnun: „Allt sem var skemmti­legt var orðið leiðin­legt“

Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, áttaði sig á því að hann hafði lent í kulnun þegar hann stóð sig að því að finnast allt leiðinlegt, allt erfitt og allir í kringum hann vitlausir. Í Íslandi í dag spjallaði Sindri við Gulla sem er hættur í Bítinu eftir tíu ár og vinnur nú bæði í sér en einnig í nýjum þætti af Gulla sem byggir.

Lífið
Fréttamynd

Vinnur hvert afrekið á fætur öðru fjörutíu kílóum léttari

Jóna Björk Sigurjónsdóttir 42 ára hjúkrunarfræðingur hefur undanfarin ár hlaupið Laugaveginn, orðið Landvættur og skráð sig í krefjandi nám. Allt eftir að hún ákvað að fara í magaermisaðgerð og byrja að hreyfa sig. Hún segir fitufordóma víða í samfélaginu þótt ljóst sé að það sé ekki hollt að vera í ofþyngd.

Lífið