Stjórnsýsla

Verndun og eyðilegging þjóðsagnastaða
Í lögum um minjavernd nr. 80/2012 er fjallað um mannvirki og landslag sem er friðað. Í yfirliti um staði sem njóta slíkrar verndar eru nefndir „þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð.“

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sýni gott fordæmi
Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar.

Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST
Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa.

Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu íbúða í Reykjavík
Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík fer fram í Sjálfstæðissalnum á Hótel Parliament.

Taldi Skattinn aftur hafa gengið fram hjá sér vegna kynferðis
Skatturinn braut ekki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar kona var ráðin í starf sérfræðings á Eftirlis-og rannsóknasviði hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Um er að ræða í annað sinn á þremur árum sem maðurinn kærir ráðningu embættisins til nefndarinnar.

„TEAM-Iceland er ekki íslenska heldur enska“
Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslensku, segir ótrúlegt og óskiljanlegt að mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum skuli gefa verkefni, sem það stendur fyrir, enskt heiti. Þar vísar hann til verkefnisins „TEAM-Iceland“.

Heggur sá er hlífa skyldi
Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku.

GIS-dagurinn
Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga.

Ráðin framkvæmdastjóri Stafræns Íslands
Birna Íris Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, en starfið var auglýst í ágúst síðastliðnum. Hún tekur við starfinu af Andra Heiðari Kristinssyni sem bættist nýverið í eigendahóp Frumtaks Ventures.

Áminning til bæklunarlæknis felld úr gildi
Áminning Embættis landlæknis til bæklunarlæknis vegna tveggja aðgerða sem hann framkvæmdi hefur verið felld úr gildi af heilbrigðisráðuneytinu. Um var að ræða aðgerð á öxl og svo krossbandsaðgerð.

Gætt hafi verið að börnunum í Grafarvogi
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það vera hlutverk embættisins að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlýtt. Efst í huga allra sem komi að aðgerðum líkt og þeirri í Grafarvogi þann 25. október síðastliðnum séu börnin sem eigi í hlut.

Íslenska ríkið sýknað og kröfu Björns vísað frá dómi
Landsréttur hefur sýknað íslenska ríkið og snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins. Kröfu Björns um miskabætur vegna uppsagnar hans árið 2021 hefur því verið vísað frá.

Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur
Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag.

Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu
Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi.

Freistar þess að koma breytingum á lögreglulögum í gegn
Guðrún Hafsteinsdóttir, sem tók við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumarbyrjun, hefur birt drög að frumvarpi um breytingar á lögreglulögum í samráðsgátt til umsagnar en Jóni tókst ekki að koma þeim breytingum sem hann vildi gera á lögunum í gegn á síðasta þingi. Með breytingunum á lögreglan að fá auknar heimildir til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit.

Tuttugu milljónir í bætur eftir uppsögn í skugga eineltismáls
Konu, sem var um skamman tíma starfsmannastjóri Kópavogsbæjar, voru dæmdar tuttugu milljónir króna í skaða- og miskabætur í Landsrétti í dag. Henni var sagt upp störfum þegar staða hennar var lögð niður vegna skipulagsbreytinga árið 2020 en hafði sama ár verið sökuð um einelti í garð undirmanns.

Fjármunum sóað og áætlaður sparnaður vegna Microsoft-samnings ekki skilað sér
Umfang þeirra breytinga sem samningur, sem íslenska ríkið gerði við Microsoft árið 2018, var vanmetið og innleiðing þeirra lausna sem samið var um dróst á langinn. Þá hafi fjármunum verið sóað og fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki getað sýnt fram á að sá fjárhagslegi ávinningur sem að var stefnt í tengslum við samninginn, eða 5,5 milljarðar króna á ári frá árinu 2023, hafi skilað sér.

Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för
Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun.

Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra.

Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap
Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn.

Allt matvælaeftirlit fari til ríkisins
Einróma niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælaeftirliti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftirlitsstofnanir, svokallaðar heilbrigðisnefndir, á vegum sveitarfélaga verði lagðar niður.

Biskup mun ekki stíga til hliðar
Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni.

Bein útsending: Nýtt fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum
Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun kynna skýrslu sína um nýtt fyrirkomulag að eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum á fundi sem hefst klukkan 11:30.

Þriggja barna móðir berst við kerfið eftir banaslys á bænum
Ekkja með þrjú lítil börn, sem missti manninn sinn snemma í vor í vinnuslysi á bæ þeirra hjóna í Rangárvallasýslu er mjög ósátt við það hvernig stjórnkerfið sækir á hana með allskonar leyfum og rukkunum eftir að maður hennar dó því búið var á hans kennitölu. Hjónin voru búin að vera í tíu ár í kúabúskap þegar maðurinn dó og rétt áður brunnu kindurnar þeirra inni í eldsvoða á bænum.

Það sem þú þarft ekki að vita
Flestir úr hópi almennings hafa litla vitneskju um og lítinn áhuga á stöðlum. Það er allt í lagi. Það er ekki endilega nauðsynlegt en mögulega áhugavert og jafnvel gagnlegt að vita, að staðlar tryggja öryggi okkar og auðvelda líf okkar á hverjum degi.

Kanna hvort grípa þurfi inn í útgáfu Dimmalimm
Menningar-og viðskiptaráðuneytið er með það til skoðunar hvort ný útgáfa af barnabókinni Dimmalimm varði brot á sæmdarrétti og hvort tilefni sé til að grípa inn í.

Stjórnsýsluákvörðun veldur afsögn
Fram kom hjá stjórnmálafræðingum í fjölmiðlum í gær (10. okt. 2023) að þeir teldu úrskurð Umboðsmanns Alþingis um vanhæfi fjármála- og viðskiptaráðherra við sölu í hlut ríkisins í Íslandsbanka veikt tilefni til afsagnar. Þarna skín í gegn hin landlæga áhersla á að úrlausnarefni í opinberu lífi séu leyst sem stjórnmálaleg mál – en ekki sem stjórnsýslumál.

Bein útsending: Ræða starfsemi Samkeppniseftirlitsins
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur í dag opinn fund um framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum – umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins.

Vegagerðin geti ekki metið upp á sitt einsdæmi hvaða gögn eigi erindi
Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns.

Kannaði sölukosti og færði sig til Orkusölunnar sem gerði tilboð
Bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar, sem lét í sumar af störfum sem framkvæmdastjóri Fallorku, kannaði fýsileika sölu á félaginu fyrir hönd bæjarins nokkru áður en hann var ráðinn til Orkusölunnar. Orkusalan, sem er beinn samkeppnisaðili Fallorku, falaðist innan þriggja vikna eftir viðræðum um kaup á Fallorku.