Ítalía

Ítalía tekur aftur upp agaviðurlög frá tíma Mussolini
Ítalska þingið samþykkti á miðvikudag nýtt frumvarp um menntamál sem meðal annars felur í sér heimild til handa skólum að fella nemendur sökum slæmrar hegðunar.

„Fimm ár af allskonar og hamingjan er enn hér“
Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis, og Karl Sigurðsson hljómsveitarmeðlimur í Baggalúti, fögnuðu fimm ára trébrúðkaupi í gær.

Stuðningsmaður Liverpool lést fyrir leikinn gegn Milan
Philip Joseph Dooley, stuðningsmaður Liverpool, lést í umferðarslysi fyrir leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í gær.

Ástin blómstrar hjá Erpi og nýju kærustunni á Ítalíu
Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson nýtur nú lífsins á Ítalíu með nýju kærustunni sinni, Lísbetu Rós Ketilbjarnadóttur.

Stjarnan Villi vekur athygli Ítala
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn.

Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini
Sonardóttir Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu, ætlar að segja skilið við hægrijaðarflokk Giorgiu Meloni forsætisráðherra þar sem henni þykir flokkurinn hafa færst of langt til hægri.

Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess
Yfirvöld í bænum Monfalcone á Ítalíu, skammt frá landamærum Slóveníu, hafa bannað krikket og iðkendur þurfa því að leita utan bæjarmarkanna til að æfa sig og spila.

Játaði á sig hundruð brota gegn 60 barnungum stúlkum
Barnaníðingur að nafni Ashley Paul Griffith hefur játað að hafa brotið gegn um það bil 60 stúlkum í Brisbane í Ástralíu og á Ítalíu á árunum 2007 til 2022. Hann hefur þegar verið dæmdur sekur en bíður þess að vera gerð refsing.

Rannsaka skipstjóra lystisnekkjunnar sem sökk
Ítalskir saksóknarar rannsaka nú skipstjóra lystisnekkjunnar Bayesian sem sökk undan ströndum Sikileyjar fyrr í þessum mánuði. Hann er grunaður um manndráp og að valda sjóslysi.

Þriggja daga ævintýralegt brúðkaup á Amalfi
Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson giftu sig við glæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Amalfi um helgina. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og var ævintýri líkast.

Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp
Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið.

Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins
Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans.

Hafa fundið fimm af sex sem er saknað úr sokknu snekkjunni
Kafarar sem hafa leitað að líkamsleifum þeirra sex sem fórust þegar snekkjan Bayesian sökk utan við Sikiley á mánudag hafa nú fundið fimm lík inni í snekkjunni. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að búið sé að flytja fjögur þeirra á land. Ítalska landhelgisgæslan hafa ekki borið formlega kennsl á líkin samkvæmt frétt BBC en kafararnir hafa síðustu daga verið við leit en talið var líklegast að líkin væru föst inni í snekkjunni.

Sögð hafa fundið tvö lík í sokknu snekkjunni
Kafarar, sem leitað hafa að líkamsleifum sex sem fórust þegar snekkja sökk utan við Sikiley á mánudag, hafa fundið tvö lík inni í snekkjunni.

Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum
Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni.

Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið
Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans.

Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna
Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið.

Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley
Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað.

Komi heim úr fjölskyldufríinu með laskað mannorð og kvenhylli
Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV.is segist snúa heim úr ferð fjölskyldunnar til Ítalíu með laskað mannorð og hugsar systur sinni þegjandi þörfina. Ferðalag sautján manna stórfjölskyldunnar hefur dregið dilk á eftir sér.

Biður eiginkonuna afsökunar á að hafa misst giftingarhringinn í Signu
Gianmarco Tamberi, hástökkvari og fánaberi Ítala á Ólympíuleikunum, lenti í því óhappi á setningarathöfn leikanna í gær að missa giftingarhring sinn ofan í Signu.

Kæruleysiskonan slær í gegn á samfélagsmiðlum
„Mikið rosalega verður maður kærulaus í þessum hita,“ segir Aðalheiður móðir Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu gjarnan í myndbandi sem nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum hinnar síðarnefndu.

Bónorðið eins og atriði úr rómantískri kvikmynd
Athafnakonan Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, trúlofaðist sínum heittelskaða Jakobi Fannari Hansen í byrjun júlí. Gerður birti myndband af bónorðinu á Instagram í dag, en það minnir einna helst á atriði úr rómantískri kvikmynd.

Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla
Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar.

Albert og Guðlaug hætt saman
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru hætt saman eftir níu ára samband. Albert er leikmaður Genoa á Ítalíu og hefur spilað með landsliði Íslands.

Nefna Mílanóflugvöll í höfuðið á Berlusconi
Nafni aðalflugvallar Mílanóborgar verður breytt og hann verður nefndur í höfuðið á Silvio Berlusconi, skrautlegum og umdeildum fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Matteo Salvini samgönguráðherra tilkynnti þetta í gær.

Enn að ná sér niður eftir að hafa hitt Miuccia Prada
Feðginin Anna María Þorsteinsdóttir og Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson eru bæði tvö miklir tískuunnendur. Í vor barst þeim draumaboð á tískusýningu risans Prada og þurftu þau ekki að hugsa sig tvisvar um þó að þeim hafi reynst mis erfitt að velja klæðnað fyrir þennan stóra viðburð. Blaðamaður ræddi við Önnu Maríu um þennan eftirminnilega dag, þar sem þau rákust meðal annars á hin einu sönnu Miuccia Prada og Raf Simons.

Ein helsta perla Ítalíu lokuð ferðamönnum
Bæjarstjóri Capri-eyju á Ítalíu fyrirskipaði að ferðamönnum yrði meinaður aðgangur að eyjunni klukkan níu í morgun. Neyðarástand ríkir á eyjunni vegna skorts á vatni.

Roberto Baggio fluttur á spítala eftir innbrot meðan hann horfði á EM
Ítalska knattspyrnugoðsögnin Roberto Baggio var fluttur á spítala í gær eftir að hafa orðið fyrir árás af völdum innbrotsþjófa meðan hann horfði á leik Ítalíu og Spánar á Evrópumótinu.

Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu
Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007.

Skíðastjarna Ítalíu og kærasta hans létust í slysi í Ölpunum
Jean Daniel Pession, landsliðsmaður Ítalíu á skíðum, lést í gönguslysi í Ölpunum ásamt kærustu sinni, Elisa Arlain. Hann var 28 ára og hún 27 ára.