Tímamót

Fréttamynd

„Heimsins furðu­legasti fiskur“ af­hentur í fjár­mála­ráðu­neytinu

„Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði.

Innlent
Fréttamynd

107 ára gömul og dansar eins og ung­lamb

Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa.

Lífið
Fréttamynd

Kirkju­tröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi

Fjöldi fólks lagði leið sína á Kaupvangstorg á Akureyri í dag þegar kirkjutröppurnar 112 voru opnaðar að nýju eftir umtalsverðar framkvæmdir og endurbyggingu trappanna. Tröppurnar hafa verið lagðar granítflísum og er nú hiti í öllum þrepum og stigapöllum. Þá hefur verið sett ný lýsing í handrið og á hliðarpósta.

Innlent
Fréttamynd

„Þannig að jólin komu snemma hjá mér“

Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar fengu lyklana að ráðuneytum sínum afhenta í dag frá forverum sínum. Mikið var um blendnar tilfinningar og velfarnaðaróskir. Jólin komu snemma hjá Þorbjörgu Sigríði dómsmálaráðherra, Hanna Katrín finnur fyrir mikilli ábyrgð og Ásthildur Lóa ætlar að kenna börnum að lesa.

Innlent
Fréttamynd

Frægir fjölguðu sér árið 2024

Það er alltaf mikið gleðiefni þegar nýtt líf kemur í heiminn og má segja að árið 2024 hafi verið mikið barnaláns ár hjá þjóðþekktum Íslendingum. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu og Vísir greindi frá.

Lífið
Fréttamynd

Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson útskrifaðist sem málari frá Byggingatækniskólanum þann 18. desember síðastliðinn. Nýverið stofnaði hann málarafyrirtækið GG9 Málun og virðist blómstra í faginu.

Lífið
Fréttamynd

Kári og Eva eru hjón

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, þjálfari og jógakennari, eru hjón. Gengið hefur verið frá kaupmála þeirra á milli af því tilefni.

Lífið
Fréttamynd

Haf­dís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og áhrifavaldur, segist ekki ætla að svara tíðum spurningum frá fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Henni hafa borist yfir tvö hundruð spurningar um sama málið á skömmum tíma. 

Lífið
Fréttamynd

Dóttur­dóttir Bjarna Ben komin með nafn

Margrét Bjarnadóttir, kokkur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Erla Margrét. 

Lífið
Fréttamynd

Fagnaði tví­tugs­af­mælinu í Vivienne Westwood

Samfélagsmiðlastjórinn Jón Breki Jónasson lifir og hrærist í heimi tískunnar og hefur brennandi áhuga fyrir henni. Hann fagnaði tvítugsafmæli sínu með glæsilegri og litríkri veislu í Höfuðstöðinni á laugardagskvöld og skein skært í klæðaburði sem hann lagði allt í.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Yfir fimm­tíu fengu sér tattú í stór­af­mæli Steinda

„Þetta var mikið rugl,“ segir Steindi jr. sem varð fertugur í vikunni og hélt upp á það með risapartýi í Hlégarði í Mosfellsbæ um helgina. Þar var ýmislegt í boði, meðal annars að fá sér húðflúr en yfir fimmtíu manns þekktust boðið og fengu sér flúr af mávi, ritz-kexi, sígarettu, klósettrúllu eða pylsu, allt hluti sem eru í uppáhaldi hjá Steinda.  

Lífið
Fréttamynd

Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum

„Ég var hérinn í byrjun þegar við vorum að kynnast þar sem ég vildi að við myndum strax byrja saman. Gyrðir var eins og skjaldbaka sem hélt mér á jörðinni og leyfði hlutunum að gerast á sínum hraða,“segir Þorbjörg Kristinsdóttir, áhrifavaldur og kennaranemi, í samtali við Makamál, um samband hennar og Gyrðis Hrafns Guðbrandssonar knattspyrnumanns og fyrirtækjaeiganda.

Lífið
Fréttamynd

Heitir Vil­hjálmur eins og pabbi

Sonur íþróttafréttakonunnar, Eddu Sifjar Pálsdóttur og Vil­hjálms Siggeirssonar verk­efna­stjóri hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík, er kominn með nafn. Drengnum var gefið nafnið Vilhjálmur Bessi við hátíðlega athöfn á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

Vala Ei­ríks og Óskar orðin for­eldrar

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, eignuðust frumburð sinn þann 5. desember síðastliðinn. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

Lífið
Fréttamynd

Halla Vil­hjálms á lausu

Halla Vilhjálmsdóttir Koppel, leikkona og verðbréfamiðlari, er orðin einhleyp. Nýverið slitnaði upp úr hjónabandi hennar og Harry Koppel. Saman eiga þau þrjú börn.

Lífið
Fréttamynd

„Risa til­kynning“

Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur og kærastinn hennar, Þorvar Bjarmi Harðarson handboltadómari, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Kristín einn dreng. 

Lífið
Fréttamynd

Fréttin öll

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri og helsta sprautan í rekstri vefmiðilsins Fréttarinnar segir að því miður sé ekki rekstrargrundvöllur til að halda miðlinum lengur lifandi.

Innlent
Fréttamynd

Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, fagna fimm ára sambandsafmæli í dag. Parið hefur vakið mikla athygli í íslensku samfélagi en þau eru miklir tískuunnendur og reka bæði eigin fatalínur. 

Lífið
Fréttamynd

Gísli Pálmi er orðinn pabbi

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson og Írena Líf Svavarsdóttir, félagsráðgjafi, eru orðin foreldrar. Þau eignuðust stúlku þann 23. júlí síðastliðinn.

Lífið