Tímamót

Fréttamynd

Ástin blómstrar hjá Arn­dísi Önnu og Lindu

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögfræðingur, formaður Siðmenntar og fyrrum þingmaður Pírata hefur fundið ástina í örmum Lindu Þóreyjar Anderson, plötusnúðs og hljóðtæknis. 

Lífið
Fréttamynd

Hefð­bundin fullveldisdagskrá for­seta eftir ó­venju­legar að­stæður í fyrra

Á þessum degi fyrir 107 árum varð Ísland fullvalda ríki en Halla Tómasdóttir forseti Íslands sendir landsmönnum heillaóskir að því tilefni. Þar sem alþingiskosningar fóru fram daginn fyrir fullveldisafmælið í fyrra verður þetta í fyrsta sinn sem dagskrá Höllu verður með hefðbundnu sniði á fullveldisdaginn eftir að hún tók við embætti.

Innlent
Fréttamynd

Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu

Sjálfstæðiskonan og fyrrum ráðherran Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir átti 35 ára afmæli í gær og naut dagsins á fjarlægum slóðum. Skvísan er stödd í Kólumbíu þar sem hún fagnaði brúðkaupi vina sinna Davíðs Þorlákssonar og Daniels Barrios Castilla. 

Lífið
Fréttamynd

Kalla eftir hug­myndum fyrir 1100 ára af­mæli Al­þingis

Alþingi fagnar 1100 ára afmæli eftir fimm ár og að því tilefni óskar Alþingi eftir hugmyndum um hvernig skuli fagna. Hægt verður að senda inn tillögur rafrænt og verður hægt að senda inn hugmyndir frá og með deginum í dag og til 16. janúar 2026.

Innlent
Fréttamynd

„Lífið hefur ekkert alltaf verið auð­velt“

„Ég er alltaf hrædd um að missa fólkið mitt og þarf svona að hafa yfirsýn yfir allt, því ég hafði litla stjórn sem unglingur á lífinu mínu sem tók óvænta beygju alltof oft,“ segir Brynja Muditha Dan Gunnarsdóttir, athafnakona og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Lífið
Fréttamynd

„Ma & pa í apríl“

Hlaupaparið Birna María Másdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins Nóa Síríus, og Egill Örn Gunnarsson, vörumerkjastjóri bílaumboðsins Öskju, eiga von á sínu fyrsta barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Bryn­dís Líf og Stefán eiga von á dreng

Fyrirsætan og áhrifavaldurinn Bryndís Líf Eiríksdóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Stefáni Jónssyni. Parið greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að þau eigi von á dreng í apríl næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Theo­dór Elmar og Pattra í sundur

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrverandi fótboltamaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR, og Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, eru hætt saman. Þau voru saman í sextán ár og eiga tvö börn saman.

Lífið
Fréttamynd

Simmi Vill í með­ferð

„Áfengi er hætt að vera gleðigjafi og ég hef notað það sem flóttaleið í stað þess að nálgast það af gleði og hvað þá hófsemi. Flóttaleiðirnar með áfengi hafa verið margvíslegar og engar af þeim leiðum hafa verið farsælar. Það hefur hvorki verið farsælt né heilsusamlegt, og því er þetta skref bæði rétt og tímabært.“

Lífið
Fréttamynd

Tók á móti dóttur sinni á bíla­planinu: „Allt er gott sem endar vel‘“

Handboltasérfræðingurinn og endurskoðandinn Theodór Ingi Pálmason, betur þekktur sem Teddi Ponza, og unnusta hans, Anna Guðný Sigurðardóttir, viðskiptastjóri hjá Sýn, eignuðust stúlku þann 20. nóvember síðastliðinn. Stúlkan ákvað að flýta sér í heiminn og fæddist á bílastæðinu fyrir utan heimili þeirra í Kópavogi. Frá þessu greinir Theodór í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta súperstjarna Ís­lands stendur á tíma­mótum

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir fagnar sextíu ára afmæli sínu í dag. Hún er fortíðin, samtíðin og framtíðin segir Bríet. Ferillinn talar sínu máli hjá Björk sem hefur nýtt frægð sína til að berjast fyrir náttúruvernd og taka upp hanskann fyrir lítilmagnann. Frægðin hefur hins vegar alls ekki alltaf verið dans á rósum.

Lífið
Fréttamynd

Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið

Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, hefur fest kaup á íbúð í fjölbýlishúsi í Þorraholti í Garðabæ. Sonur hans, lögfræðingurinn Páll Edwald, keypti íbúð í sama húsi ásamt kærustu sinni, Selmu Eir Hilmarsdóttur læknanema. Stigagangarnir eru hlið við hlið en húsið er fyrsta fjölbýlishúsið sem er fullbúið í nýju hverfi Hnoðraholts.

Lífið
Fréttamynd

Sjö ár frá ör­laga­ríkum kossi á fullu tungli

Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona, og kærasti hennar, Árni Bragi Hjaltason, verkefnastjóri og plötusnúður, fögnuðu sjö ára sambandsafmæli sínu í gær. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Prikinu undir fullu tungli.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta púslið væntan­legt í maí

Sænska fyrirsætan og áhrifavaldurinn, Kenza Zouiton Subosi, og eiginmaður hennar Aleksandar Subosic, eiga von á sínu fjórða barni. Kenza segir draum þeirra hjóna um stóra fjölskyldu við það að rætast. Frá þessu greina þau á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“

Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Hróbjartur Örn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ragn­heiður Guð­finna og Hjörtur að hittast

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrum ungfrú Ísland, og Hjörtur Bergstað, formaður hestamannafélagsins Fáks og stjórnarformaður Málningar, hafa verið að hittast undanfarna mánuði. 

Lífið
Fréttamynd

„Get ekki hætt að hlusta og gráta“

Þrátt fyrir fjarlægðina lét tónlistarkonan Elín Ey ekki standa í vegi fyrir því að gleðja unnustu sína, listakonuna Írisi Tönju Flygenring, sem fagnaði 36 ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins deildi Elín hjartnæmu myndskeiði á Instagram þar sem hún flytur lagið Tiny Dancer eftir Elton John.

Lífið
Fréttamynd

Ein besta knattspyrnukona landsins frá­tekin

Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur fundið ástina í örmum Ísaks Arnar Valdimarssonar. Þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra. 

Lífið