Tímamót

Bíða spennt eftir þriðju stúlkunni
Eva Laufey Kjaran, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups, og eiginmaður hennar eiga von á þriðju stúlkunni í maí næstkomandi.

Tvíburar hlaupaparsins fæddir og komnir með nafn
Afrekshlauparinn Kári Steinn Karlsson og eiginkona hans Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslunarsviðs 66° Norðurs, eignuðust tvíburadrengi þann 8. janúar síðastliðinn.

Atli Már og Katla selja íbúðina og fjölga mannkyninu
Atli Már Steinarsson útvarpsmaður á RÚV og sambýliskona hans, Katla Ómarsdóttir, hafa sett íbúð sína við Barmahlíð 23 á sölu. Auk þess tilkynnti parið á dögunum að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman.

Fjóla og Ívar eignuðust dreng
Fjóla Sigurðardóttir, fyrrum stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, og Ívar Örn Árnason, knattspyrnumaður, eignuðust dreng í gær, 9. janúar.

Telur niður dagana í litla Luca
Sara Pétursdóttir, sem þekktust er undir listamannanafninu Glowie, telur niður dagana í frumburð hennar og kærastans Guðlaugs Andra Eyþórssonar, klippara og ljósmyndara, sem þau kalla Luca.

Dóttir Gunnars Nelson og Fransisku komin með nafn
Bardagakappinn Gunnar Nelson og sálfræðingurinn Fransiska Björk Hinriksdóttir birtu í dag færslu á Instagram þar sem þau afhjúpa nafn yngri dóttur sinnar.

Garðar Gunnlaugs og Fanney nefna soninn
Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, nefndu son sinn við hátíðlega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Adrían Nóel Bergmann Garðarsson.

Svava Johansen sextug og stórglæsileg á Tenerife
Svava Johansen, tískudrottning og eigandi NTC stórveldisins, fagnaði sextíu ára afmæli sínum ásamt manni sínum Birni Sveinbjörnssyni og stórfjölskyldu í blíðviðrinu á Adeja-svæðinu á Tenerife í gærkvöldi.

Bjóða til afmælisveislu í Laugardalshöll
XXX Rottweilerhundar blása til risatónleika í Laugardalshöll föstudaginn 17. maí. Um er að ræða 25 ára afmælistónleika sveitarinnar.

Fyrrverandi ráðherra orðinn kokkur
Eygló Harðardóttir, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokks og félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lokið sveinsprófi í matreiðslu. Næst ætlar hún að byggja blokk og ljúka við torfbæinn sinn.

Aron og Rita nefna soninn
Aron Pálmarsson handboltakappi og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og kærastan hans Rita Stevens eignuðust dreng 25. nóvember síðastliðinn. Syninum var gefið nafnið Lúkas Logi á dögunum.

Ari Freyr og Vigdís Perla vænta sumarglaðnings
Leikarinn Ari Freyr Ísfeld Óskarsson leikari og Vigdís Perla Maack, sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu og verkefnastjóri, eiga vona á sínu öðru barni á sumarmánuðum.

Egill og Íris Freyja eiga von á barni
Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið greindi frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Theodóra Mjöll fann ástina og er ólétt
Theodóra Mjöll Skúladóttir, hárgreiðslukona og vöruhönnuður, hefur fundið ástina í örmum Þórs Steinars Ólafs knattspyrnuþjálfara. Parið á auk þess von á sínu fyrsta barni saman á sumarmánuðum.

Júlíana Sara sagði já við þyrluflugmanninn
Júlíana Sara Gunnarsdóttir, leikkona og handritshöfundur, og Andri Jóhannesson þyrluflugmaður trúlofuðu sig á gamlársdag.

„Ég hef enga eftirsjá“
„Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur.

Veit loksins hvers virði hann er
Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið.

Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa
Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Fyrsta barn ársins komið í heiminn
Fyrsta barn ársins 2024, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 9:12 í morgun.

Herbert skuldlaus og fullur af þakklæti
Herbert Guðmundsson tónlistarmaður fagnar því á síðasta degi ársins að verða orðinn skuldlaus. Herbert er nýorðinn sjötugur og því sannkallað tímamót ár hjá söngvaranum.

Margrét Þórhildur stígur til hliðar
Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag.

Ágúst Elí fór á skeljarnar
Handboltakappinn Ágúst Elí Björgvinsson fór á skeljarnar á dögunum og bað kærustu sína lyfjafræðinginn Hrafnhildi Hauksdóttur um að giftast sér.

Viðskiptafréttir ársins 2023: Sala áratugarins, vandræði Marel og heljarinnar gjaldþrot
Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af ítrekuðum stýrivaxtahækkunum, síhækkandi verðalagi og mikilli lækkun hlutabréfaverðs en einnig stórum sigrum í atvinnulífinu.

Frægir fjölguðu sér árið 2023
Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli þjóðþekktra landsmanna sem komu í heiminn á árinu 2023 og Vísir greindi frá.

Diljá Péturs fann ástina og samdi lag um það
Diljá Pétursdóttir, söngkona og Eurovisionfari, hefur fundið ástina í örmum tónlistarmannsins Róberts Andra Drzymkowski.

JóiPé og Molly Mitchell nýtt par
Tónlistarmaðurinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, hefur fundið ástina í örmum leikkonunnar og dansarans, Molly Carol Birnu Mitchell.

Elísabet og Áki tilkynna kynið: „Ég er svo stressuð“
Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eiga von á stúlku í byrjun næsta árs.

Þórdís sagði já við jólabónorði
Hermann Sigurðsson ljósmyndari og prentsmiður skellti sér á skeljarnar á aðfangadag og bað Þórdísar Valsdóttur útvarpskonu á Bylgjunni sem sagði já. Eftir þriggja ára samband þá líður að stóru stundinni.

Hildur Sif og Páll Orri eru nýtt par
Hildur Sif Hauksdóttir áhrifavaldur og Páll Orri Pálsson útvarpsmaður eru nýtt par. Þetta herma heimildir Lífsins á Vísi.

Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“
Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur.