Danmörk

Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda
Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa skipað lagaprófessor til að gera lagalega úttekt á Helsingforssamningnum, samstarfssamning Norðurlandanna. Markmiðið er að skoða lagaleg áhrif sem hugsanleg breyting kynni að hafa. Hugsanlega breytingin varðar aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu.

Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur
Ljót skemmdarverk voru unnin á Jónshúsi í skjóli nætur. Óprúttinn aðili útkrotaði veggi hússins sem var eitt sinn heimili Jóns Sigurðssonar og er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn.

Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance
Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar.

Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir
Danski þúsund króna seðilinn verður gerður ógildur í lok næsta mánaðar ásamt seðlum úr eldri seðlaröðum. Eigendur slíkra seðla eru því hvattir til að bregðast við og koma þeim í verð áður en fresturinn rennur út.

Kauphallir rétta úr kútnum
Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga.

Sendi Dönum tóninn
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki.

„Kokkurinn“ í Bandidos látinn
Michael Rosenvold, forseti mótorhjólagengisins Bandidos í Evrópu, er látinn 57 ára að aldri. Rosenvold var danskur, og gekk undir nafninu „kokkurinn“.

Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands
Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar.

Erfitt að átta sig á áformum Trumps
Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum.

Mette Frederiksen heldur til Grænlands
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns.

Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi
Stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu, segir tímaspursmál hvenær Bandaríkjastjórn fer að tala með sama hætti um Ísland og hún hefur gert um Grænland. Mikilvægi Íslands fyrir varnir Bandaríkjanna sé óumdeilt.

Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi
Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani.

Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar.

Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn.

Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum.

Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi
Katrín Guðlaugsdóttir og Tómas Óðinsson fóru í örlagaríkt sumarfrí til dönsku smáeyjunnar Borgundarhólms fyrir 10 árum.

Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi
JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans munu eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi. Hætt hefur verið við heimsóknir til Nuuk og Sisimiut og hafa aðrir sem ætluðu með, eins og þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, hætt við ferðina.

Vance á leið til Grænlands
JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Grænland með Usha Vance, eiginkonu sinni á föstudag. Hann segist ætla athuga öryggisaðstæður í landinu.

Danir kveðja konur í herinn
Danir munu byrja að kveðja konur í herinn næsta sumar. Konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar gætu því þurft að hefja ellefu mánaða herskyldu á næsta ári. Mun það eiga við konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar.

Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland
Forsætisráðherra Danmerkur segir að fyrirhuguð heimsókn óboðinnar bandarískrar sendinefndar til Grænlands setji óásættanlegan þrýsting á bæði Danmörku og Grænland. Þau ætli sér hins vegar að standast þann þrýsting.

Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn
Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum um sex þúsund myndir og tvö þúsund myndskrár af barnaníðsefni. Auk þess fannst á heimili hans kynlífsdúkka sem lítur út eins og barn.

Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“
Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið.

Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður danskra jafnaðarmanna, segist sammála JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, um að of mikill innflutningur flótta- og farandfólks ógni öryggi Evrópu.

Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis
Fyrrverandi ráðherra í Danmörku hefur verið ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Danskir dómstólar taka afstöðu til þess á mánudaginn hvort maðurinn verði nafngreindur. Verjandi mannsins segir skjólstæðing sinn neita sök.

Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss
Þrír Danir eru látnir eftir að lítil flugvél hrapaði til jarðar í suðvesturhluta Sviss skömmu eftir flugtak síðdegis í gær.

Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar
Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar.

„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku.

Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin.

Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi
Flokkurinn Demokraatit vann stórsigur í kosningunum í Grænlandi í gær með 29,9 prósent atkvæða. Næstur kom Naleraq, flokkur sjálfstæðissinna sem vilja aukið samstarf við Bandaríkin, með 24,5 prósent.

Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk
Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa.