Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. janúar 2026 20:01 Þorgerður Katrín utanríkisráðherra Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi. Síðustu daga hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að Bandaríkin innlimi Grænland en hann ræddi þá hugmynd fyrst árið 2019. Grænland hefur ítrekað komið upp á þessu öðru kjörtímabili forsetans en ráðamenn bæði í Grænlandi og Danmörku mótmæla. „Ég vil því hvetja Bandaríkin eindregið til þess að hætta að hóta sögulega nánum bandamanni og öðru landi og annarri þjóð sem hefur sagt það mjög skýrt að hún sé ekki til sölu,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í yfirlýsingu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir Atlantshafsbandalagið í húfi standi forsetinn við orð sín. „Hátt í áttatíu ár hefur verið mjög farsælt samstarf þvert yfir Atlantshafið og þess vegna finnst mér miður og líður illa að sjá og heyra þessar yfirlýsingar sem eru vel að merkja ítrekaðar af hálfu Bandaríkjanna. Okkur ber að taka þær alvarlega og ég er sammála því sem þau segja meðal annars í Grænlandi, það er bara nóg komið,“ sagði Þorgerður í kvöldfréttum Sýnar. Ber að taka fregnunum alvarlega Þorgerður vildi ekki segja að Íslandi stafi ógn af Bandaríkjunum í ljósi nýjustu vendinga. Landið hafi átt í góðu sambandi við Bandaríkin og varnarsamningurinn er tryggur. „Við erum í miklum samskiptum við þau og það er ekkert sem gefur það til kynna að það samstarf sé að versna,“ segir hún. „En auðvitað er það þannig að þegar eitt NATO-ríki og stórveldi innan Atlantshafsbandalagsins er að gefa til kynna með beinum og óbeinum hætti að fara inn í annað ríki sem eru undir verndarvæng NATO ber okkur að taka því alvarlega.“ Samstarfs milli Norðurlandanna, sem hafi aldrei verið jafn dýrmætt og nú. „Við erum öll að tala mjög skýrt, það verður ekkert um Grænland án Grænlendinga, framtíðin er í þeirra höndum og við eigum að virða konungsríki Danmerkur.“ Forseti sem lætur slag standa Trump hélt blaðamannafund á laugardag auk Marco Rubio, utanríkisráðherra, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra og Dan Caine, æðsta yfirmanns Bandaríkjahers. Á fundinum lagði Rubio mikla áherslu á að heimurinn þyrfti að átta sig á því að Bandaríkin hefðu nú forseta sem léti slag standa. „47. forseti Bandaríkjanna spilar ekki leiki. Þegar hann segist ætla gera eitthvað, þegar hann segist ætla taka á einhverju vandamáli, þá meinar hann það og gerir,“ sagði Rubio. Þorgerður segir tilefni til að taka orð Rubio alvarlega þar sem ítrekað hafi komið fram að yfirtaka Bandaríkjamanna á Grænlandi sé ekki í boði. Þessi stefna þýði að efla þurfi varnir Íslands og sýna samstöðu með bandamönnum. „Ég tel það vera réttu leiðina til að standa fyrir grunngildum okkar og það er lýðræðið, það er frelsið, það eru mannréttindi og að friðhelgi landamæra sé virt.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Síðustu daga hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að Bandaríkin innlimi Grænland en hann ræddi þá hugmynd fyrst árið 2019. Grænland hefur ítrekað komið upp á þessu öðru kjörtímabili forsetans en ráðamenn bæði í Grænlandi og Danmörku mótmæla. „Ég vil því hvetja Bandaríkin eindregið til þess að hætta að hóta sögulega nánum bandamanni og öðru landi og annarri þjóð sem hefur sagt það mjög skýrt að hún sé ekki til sölu,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í yfirlýsingu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir Atlantshafsbandalagið í húfi standi forsetinn við orð sín. „Hátt í áttatíu ár hefur verið mjög farsælt samstarf þvert yfir Atlantshafið og þess vegna finnst mér miður og líður illa að sjá og heyra þessar yfirlýsingar sem eru vel að merkja ítrekaðar af hálfu Bandaríkjanna. Okkur ber að taka þær alvarlega og ég er sammála því sem þau segja meðal annars í Grænlandi, það er bara nóg komið,“ sagði Þorgerður í kvöldfréttum Sýnar. Ber að taka fregnunum alvarlega Þorgerður vildi ekki segja að Íslandi stafi ógn af Bandaríkjunum í ljósi nýjustu vendinga. Landið hafi átt í góðu sambandi við Bandaríkin og varnarsamningurinn er tryggur. „Við erum í miklum samskiptum við þau og það er ekkert sem gefur það til kynna að það samstarf sé að versna,“ segir hún. „En auðvitað er það þannig að þegar eitt NATO-ríki og stórveldi innan Atlantshafsbandalagsins er að gefa til kynna með beinum og óbeinum hætti að fara inn í annað ríki sem eru undir verndarvæng NATO ber okkur að taka því alvarlega.“ Samstarfs milli Norðurlandanna, sem hafi aldrei verið jafn dýrmætt og nú. „Við erum öll að tala mjög skýrt, það verður ekkert um Grænland án Grænlendinga, framtíðin er í þeirra höndum og við eigum að virða konungsríki Danmerkur.“ Forseti sem lætur slag standa Trump hélt blaðamannafund á laugardag auk Marco Rubio, utanríkisráðherra, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra og Dan Caine, æðsta yfirmanns Bandaríkjahers. Á fundinum lagði Rubio mikla áherslu á að heimurinn þyrfti að átta sig á því að Bandaríkin hefðu nú forseta sem léti slag standa. „47. forseti Bandaríkjanna spilar ekki leiki. Þegar hann segist ætla gera eitthvað, þegar hann segist ætla taka á einhverju vandamáli, þá meinar hann það og gerir,“ sagði Rubio. Þorgerður segir tilefni til að taka orð Rubio alvarlega þar sem ítrekað hafi komið fram að yfirtaka Bandaríkjamanna á Grænlandi sé ekki í boði. Þessi stefna þýði að efla þurfi varnir Íslands og sýna samstöðu með bandamönnum. „Ég tel það vera réttu leiðina til að standa fyrir grunngildum okkar og það er lýðræðið, það er frelsið, það eru mannréttindi og að friðhelgi landamæra sé virt.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira