Innlent

Fjögur börn á Ís­landi getin með sæði mannsins

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fjögur börn voru getin með sæði mannsins á Íslandi.
Fjögur börn voru getin með sæði mannsins á Íslandi. Getty

Fjögur börn voru getin hér á landi með sæði dansks manns. Sjaldgæf og hættuleg genastökkbreyting fannst í erfðaefni hans sem getur valdið krabbameini. Ekki er vitað hvort þau beri stökkbreytinguna.

Sæði ungs námsmanns, kallaðs Kjeld, sem gefið var í Evrópska sæðisbankann í Kaupmannahöfn árið 2005, var sent til fjórtánn landa og voru tæplega tvö hundruð börn getin með sæði hans. Þeirra á meðal voru fjögur á Íslandi. Árið 2023, þegar sæðið hafði verið í umferð í sautján ár, fannst lífshættulegur genagalli í erfðaefni mannsins stóreykur líkurnar á krabbameini.

Sæði mannsins var í kjölfarið tekið úr bankanum en rannsókn Ríkisútvarpsins í samstarfi við rannsóknarblaðamenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í fjórtán löndum hefur leitt í ljós að sæði hans var sent til 67 frjósemisstöðva í fjórtán löndum, þar á meðal Art Medica sem var starfrækt á Íslandi fram til ársins 2015.

Íslensku börnin fjögur voru öll getin á Art Medica og tilheyra tveimur fjölskyldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×