Filippseyjar

Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa
Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári.

Öskugos hafið á Filippseyjum
Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi.

Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos
Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum.

Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur
Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir.

Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól
Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar.

Tala látinna hækkar á Filippseyjum
Tala látinna á Filippseyjum eftir hitabeltisstorminn Megi heldur áfram að hækka.

25 látnir á Filippseyjum vegna hitabeltisstormsins Megi
Að minnsta kosti 25 eru látnir á Filippseyjum eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir landið. Mesta tjónið hefur orðið í flóðum og aurskriðum og eru björgunarsveitir enn að störfum við að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa á austur- og suðurströndum eyjaklasans.

Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta
Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti.

Hótar óbólusettum aftur handtökum
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum.

Tæplega fjögur hundruð látin á Filippseyjum
Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir eftir fellibylinn Rai og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum.

UNICEF sendir hjálpargögn á hamfarasvæði Filippseyja
Hátt í níuhundruð þúsund börn þarfnist aðstoðar.

Að minnsta kosti 208 látnir og eyðileggingin gríðarleg
Dánartalan af völum ofur-fellibylsins Rai sem reið yfir Filippseyjar á fimmtudag hefur hækkað mikið um helgina en nú er talið að 208 hið minnsta hafi látið lífið í óveðrinu.

Hræðast að tugir hafi látist vegna „ofurfellibyljar“
Talið er að minnst þrjátíu hafi farist á Filippseyjum eftir að ofurfellibylurinn Rai reið yfir í gær og í dag. Tuga er enn saknað.

Um 200 þúsund gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Rai
Ofurfellibylurinn Rai, sem heimamenn kalla Odette, skall á austurströnd Filippseyja á fimmtudag og færði með sér úrhellisrigningu sem óttast er að geti leitt til mikilla flóða.

Börnum á stríðshrjáðum svæðum fjölgar hratt
Rétt um 200 milljónir barna búa á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum.

Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð
Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður.

Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi
Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til.

Sara Duterte fer í framboð
Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins.

Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests
Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út.

Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa: Segir Facebook ógna lýðræðinu
Blaðakonan Maria Ressa, sem var sæmd friðarverðlaunum Nóbels í gær ásamt rússneskum kollega sínum Dmitry Muratov, sakar samfélagsmiðlarisann Facebook um að ógna lýðræði með því að „dreifa lygum, gegnsýrðum af reiði og hatri“.

Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels
Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar.

Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta
Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta.

Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi.

Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta
Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum.

Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans
Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum.

Samþykkir að verða varaforsetaefni flokksins á næsta ári
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur samþykkt að verða varaforsetaefni stjórnarflokksins í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að Duterte geti boðið sig sjálfur fram sem forseti á næsta ári og er þetta af mörgum talin leið fyrir forsetann til að framlengja valdatíma sinn.

„Mín vegna megið þið deyja hvenær sem er“
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði í ávarpi á miðvikudag að honum væri sama ef þeir sem afþakka bóluefni við Covid-19 deyi úr sjúkdóminum.

Forsetinn íhugar alvarlega að bjóða sig fram til varaforseta
Forseti Filippseyja segist vera að íhuga það alvarlega að bjóða sig fram til varaforseta. Ástæðan er sú að lögum samkvæmt getur hann ekki sóst eftir endurkjöri en hann segist enn eiga ýmsu ólokið.

Minnst 29 látnir eftir að herflugvél brotlenti
Minnst 29 manns létust þegar herflugvél brotlenti á filippseysku eyjuna Jolo rétt fyrir hádegi að staðartíma, eða á fjórða tímanum í nótt að íslenskum tíma.

Fyrrverandi forseti Filippseyja fallinn frá
Benigno Aquino, fyrrverandi forseti Filippseyja, er látinn, 61 árs að aldri. Aquino var forseti landsins á árunum 2010 til 2016.