Fílabeinsströndin

Fréttamynd

Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina

Vígamenn sem tengjast Al-Qaeda gerðu í vikunni umfangsmikla árás í Bamako, höfuðborg Malí. Þar eru þeir sagðir hafa banað rúmlega sjötíu manns auk þess sem þeir brenndu herflugvélar og einnig forsetaflugvél Assimi Goita, ofursta, sem leiðir herforingjastjórn Malí.

Erlent
Fréttamynd

Fíla­beins­ströndin komst á­fram eftir allt saman

Malí, Suður-Afríka, Namibía, Marokkó og Kongó urðu síðust til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Afríkumótsins í fótbolta. Alls fóru fjórir leikir fram í dag en aðeins eitt mark var skorað. Úrslit dagsins leiddu það í ljós að Fílabeinsströndin komst einnig áfram en þeir ráku þjálfara liðsins fyrr í dag vegna slæms árangurs á mótinu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Níu sæti enn til boða í Afríkukeppninni

Það standa enn níu sæti til boða á Afríkukeppni karla sem fer fram á Fílabeinsströndinni í byrjun næsta árs. Fimmtán lönd hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu en lokaumferð undankeppninnar fer fram á dögunum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ou­attara hlaut 94 prósent at­kvæða

Stjórnarandstæðingar hvöttu kjósendur í landinu til að sniðganga kosningarnar, en þeir vilja meina að Ouwttara hafi ekki verið heimilt að bjóða sig fram til endurkjörs.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherrann lést eftir ríkisstjórnarfund

Amadou Gon Coulibaly, forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, lést eftir að hann veiktist á miðjum ríkisstjórnarfundi í dag. Coulibaly var nýkominn heim úr meðferð vegna hjartveiki í Frakklandi en hann átti að vera forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í forsetakosningum í haust.

Erlent