
X (Twitter)

Musk segist hafa fundið konu til að stýra Twitter
Kona tekur við sem forstjóri samfélagsmiðilsins Twitter ef eitthvað er að marka Elon Musk, eiganda og starfandi forstjóra miðilsins. Hann segist sjálfur ætla að halda áfram sem starfandi stjórnarformaður og tæknistjóri Twitter.

Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter
Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins.

Formlega hættur hjá Twitter: „Ég er mjög ánægður að geta klárað mitt starf í gleði“
Haraldur Þorleifsson hefur endanlega gengið frá starfslokum sínum hjá samskiptamiðlinum Twitter. Hann segir ánægjulegt að farsæl lausn hafi fundist í málinu, en það hefur mikið verið í deiglunni undanfarið.

Stjörnur ósáttar við að vera bendlaðar við Twitter-áskrift
Samfélagsmiðillinn Twitter heldur áfram að krukka í hvernig hann útdeilir staðfestingamerkjum til notenda sinna. Heimsþekktir einstaklingar sem misstu merkið eftir nýlegar breytingar fengu það skyndilega til baka. Þeir eru ekki allir sáttir þar sem Twitter gefur ranglega í skyn að þeir hafi greitt fyrir þjónustuna.

Fræga fólkið ekki lengur auðkennt á Twitter
Einungis þeir sem eru áskrifendur að Twitter Blue eru nú með bláa staðfestingarmerkið merkið á samfélagsmiðlinum. Í gær misstu stærstu stjörnur heims, til að mynda Cristiano Ronaldo, Justin Bieber og Kim Kardashian merkið sitt.

Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila
Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga.

Twitter ekki lengur til sem hlutafélag
Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann.

Musk skiptir Twitter-fuglinum út fyrir Doge-hundinn
Elon Musk hefur skipt Twitter-fuglinum Larry út fyrir Doge-hundinn Kabosu. Hundurinn er ein frægasta skopmynd heims og stendur Musk nú í málaferlum vegna rafmyntar sem notast við sömu mynd af hundinum, Dogecoin.

Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum
Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið.

Halli svarar ekki Musk
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Elon Musk, eiganda Twitter og stofnenda Tesla, hefur Haraldur Þorleifsson, starfsmaður Twitter, tónlistarmaður og veitingamaður, ekki svarað honum í nokkrar vikur. Ekki er langt síðan þeir ræddu málin í frægustu Twitter-samskiptum Íslandssögunnar.

Nettröll níddust á föður sex ára drengs sem lést
Blaðamaður sem missti sex ára son sinn í janúar hefur orðið vinsælt skotmark fólks á netinu sem segist sannfært um að bóluefni gegn Covid hafi dregið barnið til dauða. Þetta fólk hefur níðst á manninum og sakað hann um að bera ábyrgð á dauða barnsins, jafnvel þó það hafi alls ekki dáið vegna bóluefna.

Nýtt nafn dótturinnar vekur upp spurningar
Tónlistarkonan Grimes og auðkýfingurinn Elon Musk hafa breytt nafni eins árs gamallar dóttur sinnar sem heitir nú einfaldlega „?“. Þessu greinir Grimes frá á Twitter síðu sinni.

Frumkóða Twitter lekið á netið
Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf.

Óviss um hvort hann sé enn starfsmaður Twitter
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, segist óviss um hvort hann sé enn starfsmaður Twitter.

Haraldur gefur út tónlistarmyndband
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son.

Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter.

Minnir á skákeinvígi Fischers og Spaskís: „Haraldur vann Musk með einum fingri“
Ritdeilur Elon Musk og Haraldar Þorleifssonar minna einna helst á skákeinvígi Fischers og Spaskís að sögn ráðgjafa sem segir Harald hafa unnið næst ríkasta mann heims með einum fingri í gær.

Athugasemd gerð við tíst Haraldar
Athugasemd hefur verið bætt við tíst Haraldar Þorleifssonar þar sem hann svarar Elon Musk, eiganda Twitter. Þar segir að Musk hafi, eftir að hafa tístað um vangetu Haraldar til að vinna og fötlun, talað við Harald og beðist afsökunar.

Musk biður Harald afsökunar
Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld.

Musk eyddi tísti um að Haraldur væri „sá versti“
Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, eyddi fyrr í dag tísti þar sem hann segir Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrum starfsmann Twitter, „þann versta“.

Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp
Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum.

Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar
Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar.

Haraldur svarar ásökunum Musk fullum hálsi
Ekki sér fyrir endann á ritdeilum milli Elon Musk, eiganda Twitter, og Haralds Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrverandi starfsmanns Twitter sem hófust í nótt. Haraldur hefur útskýrt vöðvarýrnun sem hann glímir við fyrir Musk og spyr hvort hann ætli ekki örugglega að gera upp skuld sína gagnvart Haraldi.

Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum.

Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp
Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins.

Ver höfund Dilberts og segir fjölmiðla rasíska gegn hvítum
Auðjöfurinn Elon Musk, kom Scott Adams, höfundi teiknimyndaseríunnar Dilberts, til varnar í gær. Gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir að slíta tengslin við Adams eftir að höfundurinn hélt rasískan reiðilestur um svart fólk.

Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir?
Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla.

Haraldur virðist vera hættur
Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, virðist vera hættur hjá Twitter. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin tvö ár og segist mikið hafa lært.

Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram
Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra.

Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok
Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023.