Musk skiptir Twitter-fuglinum út fyrir Doge-hundinn Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 10:11 Merki Twitter er ekki lengur fuglinn Larry. Getty/Andreas Arnold Elon Musk hefur skipt Twitter-fuglinum Larry út fyrir Doge-hundinn Kabosu. Hundurinn er ein frægasta skopmynd heims og stendur Musk nú í málaferlum vegna rafmyntar sem notast við sömu mynd af hundinum, Dogecoin. Twitter-fuglinn hefur verið í merki Twitter síðan árið 2010. Fuglinn ber nafnið Larry T Bird í höfuðið á körfuboltaleikmanninum Larry Bird sem spilaði allan sinn feril með Bolton Celtics í NBA-deildinni. Einn stofnenda Twitter, Biz Stone, er mikill aðdáandi Celtics. Svona leit saga Twitter-merkisins út þar til í gærkvöldi. Eftir þrettán ára samfylgd virðist Elon Musk, eigandi Twitter, ætla að aðskilja Twitter og Larry. Nú birtist „meme“-hundurinn Kabosu, oftast þekktur sem Doge-hundurinn, uppi í hægra horni miðilsins. Hundurinn varð heimsfrægur árið 2013 þegar mynd af honum vandræðalegum á svip fór eins og eldur um sinu á netinu. Á myndina voru skrifuð nokkur orð og myndin nefnd „doge“ sem er grínritháttur á enska orðinu fyrir hund, dog. Upprunalega doge-myndin. Musk segist hafa gert breytinguna vegna samskipta sem hann átti við annan notanda á Twitter fyrir ári síðan, áður en hann keypti miðilinn. Þar spurði hann hvort það þurfi ekki nýjan samfélagsmiðil og var honum svarað að hann ætti bara að kaupa Twitter. Já og breyta fuglinum yfir í Doge-hundinn. „Haha það væri geðveikt,“ svaraði Musk á sínum tíma og virðist nú hafa ákveðið að standa við loforð sitt. As promised pic.twitter.com/Jc1TnAqxAV— Elon Musk (@elonmusk) April 3, 2023 Musk er sem stendur í málaferlum vegna umdeildrar rafmyntar sem nefnd var í höfuðið á skopmyndinni af hundinum, Dogecoin. Er hann sakaður um að hafa keyrt virði myntarinnar upp um 36 þúsund prósent á tveimur árum áður en hann lét hana falla jafn hratt niður. Fjöldi fólks tapaði gífurlegum fjárhæðum vegna þessa. Reuters greinir frá því að Musk sé krafinn um 258 milljarða dollara vegna málsins, 35 þúsund milljarða íslenskra króna. Musk hefur krafist þess að málinu sé vísað frá. Merki Twitter var breytt í gærkvöldi og hefur síðan þá virði Dogecoin hækkað um rúmlega 26 prósent. Nokkrir Íslendingar hafa rætt um nýja merkið á Twitter í dag, þar á meðal Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Kallar hann Musk fávita fyrir að hafa breytt merkinu. djöfulsins fáviti er þessi maður pic.twitter.com/osGwYJwOpU— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) April 3, 2023 Svona microaggression getur sett daginn minn alveg úr skorðum. Ég held í einlægni að engin mannvera á þessari jörðu sé eins djúpstætt ófyndin og ósniðug og náunginn sem á þessa heimasíðu. pic.twitter.com/musiBt78w0— Bobby Breiðholt (@Breidholt) April 4, 2023 Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Twitter-fuglinn hefur verið í merki Twitter síðan árið 2010. Fuglinn ber nafnið Larry T Bird í höfuðið á körfuboltaleikmanninum Larry Bird sem spilaði allan sinn feril með Bolton Celtics í NBA-deildinni. Einn stofnenda Twitter, Biz Stone, er mikill aðdáandi Celtics. Svona leit saga Twitter-merkisins út þar til í gærkvöldi. Eftir þrettán ára samfylgd virðist Elon Musk, eigandi Twitter, ætla að aðskilja Twitter og Larry. Nú birtist „meme“-hundurinn Kabosu, oftast þekktur sem Doge-hundurinn, uppi í hægra horni miðilsins. Hundurinn varð heimsfrægur árið 2013 þegar mynd af honum vandræðalegum á svip fór eins og eldur um sinu á netinu. Á myndina voru skrifuð nokkur orð og myndin nefnd „doge“ sem er grínritháttur á enska orðinu fyrir hund, dog. Upprunalega doge-myndin. Musk segist hafa gert breytinguna vegna samskipta sem hann átti við annan notanda á Twitter fyrir ári síðan, áður en hann keypti miðilinn. Þar spurði hann hvort það þurfi ekki nýjan samfélagsmiðil og var honum svarað að hann ætti bara að kaupa Twitter. Já og breyta fuglinum yfir í Doge-hundinn. „Haha það væri geðveikt,“ svaraði Musk á sínum tíma og virðist nú hafa ákveðið að standa við loforð sitt. As promised pic.twitter.com/Jc1TnAqxAV— Elon Musk (@elonmusk) April 3, 2023 Musk er sem stendur í málaferlum vegna umdeildrar rafmyntar sem nefnd var í höfuðið á skopmyndinni af hundinum, Dogecoin. Er hann sakaður um að hafa keyrt virði myntarinnar upp um 36 þúsund prósent á tveimur árum áður en hann lét hana falla jafn hratt niður. Fjöldi fólks tapaði gífurlegum fjárhæðum vegna þessa. Reuters greinir frá því að Musk sé krafinn um 258 milljarða dollara vegna málsins, 35 þúsund milljarða íslenskra króna. Musk hefur krafist þess að málinu sé vísað frá. Merki Twitter var breytt í gærkvöldi og hefur síðan þá virði Dogecoin hækkað um rúmlega 26 prósent. Nokkrir Íslendingar hafa rætt um nýja merkið á Twitter í dag, þar á meðal Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Kallar hann Musk fávita fyrir að hafa breytt merkinu. djöfulsins fáviti er þessi maður pic.twitter.com/osGwYJwOpU— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) April 3, 2023 Svona microaggression getur sett daginn minn alveg úr skorðum. Ég held í einlægni að engin mannvera á þessari jörðu sé eins djúpstætt ófyndin og ósniðug og náunginn sem á þessa heimasíðu. pic.twitter.com/musiBt78w0— Bobby Breiðholt (@Breidholt) April 4, 2023
Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira