Lífeyrissjóðir

Fréttamynd

Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum

Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum.

Innherji
Fréttamynd

„Djúpstæð óánægja“ meðal lífeyrissjóða, innlend eignasöfn gætu orðið ósjalfbær

Ef það verða of miklar hömlur á fjárfestingar lífeyrissjóða í erlendum gjaldmiðlum þá er hætta á því að stórir sjóðir „neyðast til að fjárfesta í innlendum eignum umfram það sem þeir telja æskilegt“ út frá hagsmunum sinna sjóðfélaga. Við það skapast „talsverð hætta á ruðningsáhrifum og bólumyndun á innlendum eignamarkaði sem getur leitt til þess að innlend eignasöfn lífeyrissjóða verði að einhverju leyti ósjálfbær til framtíðar.“

Innherji
Fréttamynd

Aukið svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis „mjög jákvætt skref“

Seðlabanki Íslands telur að áform fjármála- og efnahagsráðherra um að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í erlendum eignum í áföngum allt fram til ársins 2038 séu „mjög jákvætt skref“. Það sé ljóst að þegar ferðaþjónustan tekur við sér af fullum krafti þá „munum við þurfa á lífeyrissjóðunum að halda við að kaupa þann gjaldeyri“ sem mun streyma til landsins.

Innherji
Fréttamynd

Rökrætt um lífeyrismál

ASÍ stendur nú fyrir metnaðarfullum rökræðufundi um lífeyrismál og lífeyrissjóði á Selfossi. Þar er formönnum aðildarfélaga ASÍ, fulltrúum vinnandi fólks í stjórnum lífeyrissjóða, félögum í lífeyrisnefnd ASÍ og ungliðahreyfingunni boðið til þátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­virkjun fyrir al­manna­hag

Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna hélt enn að aukast þótt krónan hafi styrkst

Hlutfall erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt meira en 2.500 milljarða króna, jókst enn frekar á árinu 2021. Á fjórum árum hefur hlutfallslegt vægi slíkra eigna hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóði verslunarmanna (LIVE) hækkað um eða yfir 40 prósent og færst stöðugt nær lögbundnu hámarki sem kveður á um að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða megi ekki vera meiri en sem nemur helmingi af heildareignum þeirra.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir hafa bætt 6 prósentum við hlut sinn í Íslandsbanka

Lífeyrissjóðir hafa bætt töluvert við hlut sinn í Íslandsbanka frá hlutafjárútboði bankans í júní á síðasta ári en á sama tíma hefur hlutdeild erlendra fjárfesta í bankanum minnkað. Þetta má lesa úr skýrslu fjármálaráðherra um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, sem var lögð fyrir Alþingi.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir færast nær kaupum á fimmtungshlut í Mílu

Hópur íslenskra lífeyrissjóða er langt kominn með að ganga frá kaupum á um tuttugu prósenta hlut í Mílu, dótturfélagi Símans, fyrir vel yfir fimmtán milljarða króna, bæði í eigin nafni og eins í gegnum nýjan framtakssjóð í rekstri Summu sem mun sérhæfa sig í fjárfestingum í innviðum.

Innherji
Fréttamynd

Umboðsádrepa

Umboðsskylda stjórna lífeyrissjóða er vel skilgreind að mínu mati og mér þykir það miður að Ársæll telji að í fjárfestingastefnu Birtu felist blönduð áform og umboðsvandi. Fjárfestingastefna Birtu er skrifuð fyrir sjóðfélaga, til að kalla fram umræðu og það er sjálfstætt fagnaðarefni að hún skuli vera í kastljósinu.

Umræðan
Fréttamynd

Ó­sann­gjörn hækkun líf­eyris­töku­aldurs

Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um umboðsskyldu

Hætta er á að ESG fjárfestingar fórni hagsmunum umbjóðenda, til dæmis varðandi áhættudreifingu í safni. Fjárfestingastefna sem byggi á blönduðum ásetningi sé í raun ígildi þess að umboðsmaður láti greiðslu af hendi rakna frá umbjóðendum til þriðja manns. Það geti umboðsaðili ekki gert án þess að hafa skýrt umboð.

Umræðan
Fréttamynd

Hvernig langar þig að hafa það?

Það segir sig sjálft að til þess að sparnaður gangi sem best er mikilvægt að forðast öll neyslulán eins og heitan eldinn. Að setja sér þá reglu að kaupa aldrei neitt og borga síðar þýðir að við getum greitt okkur sjálfum vexti í stað þess að leka mánaðarlega dýrmætu sparifé til annarra.

Umræðan
Fréttamynd

Grænar fjárfestingar ekki pólitískari eða umdeildari en margt annað

Lífeyrissjóðurinn Birta telur að aukin áhersla á grænar fjárfestingar á komandi árum, sem fellur undir þau UFS-viðmið sem sjóðurinn hefur sett sér í fjárfestingarstefnu sinni, geti skilað sjóðsfélögum betri ávöxtun til lengri tíma litið. Sjóðurinn stefnir að því að um átta prósent af eignasafni hans verði í slíkum fjárfestingum fyrir árslok 2030. Það er um þrisvar sinnum hærra hlutfall en er í dag.

Innherji
Fréttamynd

Sjóðurinn sem selur þegar honum þykir nóg um

Það dró til tíðinda í síðustu viku þegar Gildi lífeyrissjóður seldi megnið af eignarhlut sínum í Skeljungi fyrir 2,3 milljarða króna. Gildi var annar stærsti hluthafinn fyrir söluna með tæp 10,7 prósent en fer nú með 2,7 prósent. Það er ekki algengt að lífeyrissjóður selji hlutfallslega svo mikið í skráðu félagi á einu bretti og þegar svo ber undir er yfirleitt sérstök ástæða að baki.

Innherji
Fréttamynd

Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum minnka áherslu á ríkisbréfakaup

Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) og Birta lífeyrissjóður stefna báðir að því að draga úr vægi ríkisskuldabréfa í eignasafni sínu á árinu 2022 en á sama tíma áformar LIVE, sem er næst stærsti lífeyrissjóður landsins, að auka hlutfall innlendra hlutabréfa sitt um liðlega fjórðung á milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Vægi erlendra eigna stærstu sjóðanna nálgast óðum fjárfestingarþakið

Vægi erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt um 2.500 milljarða króna í dag, hefur hækkað um meira en þriðjung frá því í ársbyrjun 2018. Færist það stöðugt nær lögbundnu 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar sjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra.

Innherji
Fréttamynd

Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis

Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis.

Innherji