Kópavogur

Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi
Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil.

80 manna unglingapartí: Var lítið í byrjun og spurðist út
Málið verður sent barnavernd.

Fjórir réðust á mann sem einnig er sakaður um líkamsárás
Fjórir menn réðust á einn í Kópavogi um klukkan sex í gær. Mennirnir veittu honum áverka og unnu skemmdir á bíl hans. Sá sem fyrir árásinni varð fór á Bráðadeild til aðhlynningar en samkvæmt dagbók lögreglu er sá gerandi í líkamsárásarmáli sem var skráð 40 mínútum áður.

Guðjón og Ingibjörg selja fallega blokkaríbúð í Kópavogi
Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson og Ingibjörg Guðmundsdóttir hafa sett fallega íbúð í Kópavogi á sölu.

Fluttu fótboltaleik á milli bæjarfélaga í miðjum leik
Fótboltaleikur sem hófst í Hveragerði í gær endaði í Kópavogi fimm klukkutímum síðar.

Nýkominn með bílpróf og mældist á 141 kílómetra hraða í Kópavogi
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af ungum ökumanni sem mældist á 141 kílómetra hraða í hverfi 201 í Kópavogi þar sem hámarkshraðinn er 80.

Með risasvepp sem bragðast eins og steik
Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik.

Viðbúnaður í Kópavogshöfn vegna „torkennilegs hlutar“
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkurn viðbúnað við Kópavogshöfn í morgun eftir að vegfarandi tilkynnti um „torkennilegan hlut“ í sjónum.

Efnilegir göngugarpar úr Kópavogi hafa Laugaveginn út af fyrir sig
Nemendur í 8. bekk Smáraskóla eru í þessum töluðu orðum að nálgast Emstrur á árlegri Laugavegsgöngu sinni. Um er að ræða áralanga hefði í Smáraskóla sem oftast er farin við upphaf skólagöngu í 8. bekk.

Fundu skýringu á brennisteinslykt af heita vatninu
Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði.

Slapp frá einni líkamsárás en handtekinn við aðra
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um hávaðaútköll vegna samkvæma og mikil ölvun. Alls gistu þrettán fangaklefa í nótt.

Framkvæmdum lokið og heitu vatni hleypt aftur á
Verið er að hleypa heitu vatni aftur á þau hverfi höfuðborgarsvæðisins sem hafa verið heitavatnslaus frá því í nótt. Framkvæmdum lauk fyrr en áætlað var.

Tjón getur hlaupið á hundrað þúsund krónum ef dælur ganga án heits vatns
Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt.

Kölluð út vegna hópslagsmála á skólalóð í Kópavogi
Þrír lögreglubílar og bíll sérsveitar ríkislögreglustjóra voru send á vettvang eftir að tilkynnt hafði verið um hópslagsmál og hraðakstur inni á lóð Hörðuvallaskóla í Kórahverfi í Kópavogi í gærkvöldi.

Kæri lögreglustjóri!
Sæl Halla Bergþóra, velkomin sértu til starfa sem lögreglustjóri hjá okkur á Höfuðborgarsvæðinu. Mig langaði til að senda þér smá línu, héðan úr efri byggðum Kópavogs, hvar búa og starfa hátt í 10 þúsund manns.

Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi
Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir.

Garðbæingar og Seltirningar mótfallnir Borgarlínu
Borgarlína nýtur áfram mikils stuðnings, ef marka má könnun sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið.

Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu á Spot
Hluti stuðningsmanna Liverpool hér á landi kom saman á Spot í Kópavogi til að fagna því að loksins færi bikarinn á loft.

Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram
Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður.

Símamótið spilað á 37 völlum
Símamótið fer fram í Kópavogi á morgun og um helgina. Að hámarki fimm hundruð manns mega koma saman í einu samkvæmt sóttvarnareglum en von er á tæplega 2500 þátttakendum á mótinu. Þeim fylgja þó foreldrar, dómarar og aðrir gestir.

Listaháskólann í Kópavog?
Yfir Fossvoginn og upp að Elliðavatni bárust mér nýverið þær fréttir að starfsmenn ríkisvaldsins hefðu farið í könnunarvinnu til að velja Listaháskólanum nýtt heimili.

Laumaðist til að taka myndir af konum í sundlaugarklefa
Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs.

Þvættuðu milljónir í gegnum snyrtistofuna
Tveir stjórnendur snyrtistofu í Kópavogi voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt
Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði.

Alls greiddu 89 manns í sóttkví atkvæði í Hlíðarsmára
Aðstaða fyrir fólk í sóttkví til að kjósa var opnuð fyrir utan húsnæði sýslumanns í Kópavogi. Var kjörstaðurinn opinn milli klukkan 15 og 18:30.

Endaði uppi á grindverki
Útkall barst nú um klukkan þrjú til slökkviliðs vegna bensínleka í Kórahverfinu í Kópavogi.

Fólk í sóttkví keyrir inn í tjald til að kjósa
Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag.

Hjólreiðakona fékk heilahristing eftir að bílhurð var opnuð fyrir framan hana
Flytja þurfti konu á sjúkrahús í gær sem féll af hjóli þegar bílhurð var opnuð fyrir akstursstefnu hennar.

Eliza búin að kjósa
Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun.

Flutt á sjúkrahús eftir árekstur rafmagnshjóls og vespu
Kona á rafmagnshjóli var flutt með sjúkrabíl á slysadeild á sjöunda tímanum í gær eftir að hún lenti í árekstri við ungan mann sem ók vespu í undirgöngum í Kópavogi