
Garðabær

Blöskrar sorphirðan í Garðabæ
Sigurði Jökli Ólafssyni íbúa í Garðabæ brá heldur betur þegar hann ætlaði að fara með ruslið í grenndargáminn sinn við Ásgarð í Garðabæ. Þar blöstu við honum troðfullir gámar og rusl á víð og dreif á jörðinni umhverfis gámana.

Fór straumur um líkamann eftir að sortuæxlið var fjarlægt
Katrín Júlíusdóttir rithöfundur og fyrrverandi ráðherra, Alþingismaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja greindist með sortuæxli á eyra síðastliðið haust. Hún gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en verður í stífu eftirliti næstu mánuði.

Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu
Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála.

Nýja forsetahöllin sprettur upp
Guðni Th. Jóhannesson, forseti íslenska lýðveldisins, er að reisa höll undir sig og fjölskyldu sína og miðar byggingu hennar vel.

Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu
Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur.

Stjörnulostinn þingmaður tíu árum síðar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var stjörnulostin þegar hún rakst á tvíburasysturnar Laufeyju Lín og Juniu Lin Jónsdætur í verslun í Garðabænum.

Dýrara í Strætó á nýju ári
Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr.

World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið
World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja.

Magnús Scheving selur slotið við Sunnuflöt
Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, og eiginkona hans, Þórey Edda Heiðarsdóttir, sviðsstjóri mats og rýni hjá Virk, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sunnuflöt 37 í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 225 milljónir.

Veltir framboði til forseta fyrir sér
Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár.

Smábátur lenti í vandræðum við Álftanes
Skipverji smábáts, sem var skammt undan Álftanesi, gaf út hjálparbeiðni í gærkvöldi vegna vélarvandræða. Vél bátsins hafði ofhitnað við áreynslu, og taldi skipverji ekki óhætt að halda áfram fyrir eigin vélarafli.

Tveir handteknir vegna innbrots í Garðabæ
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo vegna innbrots sem framið var í Garðabæ. Þeir hafa báðir verið vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Toni setur ókláraða höll á Arnarnesi á sölu
Anton Kristinn Þórarinsson, einnig þekktur sem Toni, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt á Arnarnesinu í Garðabæ á sölu. Húsið, sem er enn í byggingu, telur rúma 620 fermetra á tæplega 1500 fermetra lóð, en fasteignamat þess er 258 milljónir króna, og brunabótamat tæpar 138 milljónir.

Vill byggja þorp og varnarveggi í Heiðmörk
Baltasar Kormákur og félagar í RVK Studios vilja byggja þorp og varnarveggi í Heiðmörk og taka þar upp stórar senur fyrir miðaldaþættina King and Conquerer, meðal annars sjálfa orrustuna við Hastings. Baltasar segist hafa valið nokkra tökustaði á landinu og segist þurfa á öllum skeggöpum landsins að halda til að mynda orrustuna.

Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi
Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni.

Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel
Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag.

Stóru dagarnir sem breyttu Garðabæ í körfuboltabæ
Garðabær á heldur betur sviðið í kvöld þegar fyrsta grannaglíma Garðabæjar í sögunni fer fram í Umhyggjuhyggjuhöllinni. Það er von á fullt af fólki og flottum leik þegar Stjarnan tekur á móti Álftanesi í lokaleik níundu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta.

Hent niður af svölunum af samnemanda
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fall nemanda í Garðaskóla af svölum inni í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ í síðustu viku til rannsóknar. Nemandanum var hent niður af samnemanda.

Grunnskólanemi féll niður af svölum í Ásgarði
Nemandi í Garðaskóla í Garðabæ féll niður af svölum inni í íþróttahúsinu Ásgarði í dag með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Lögreglan hefur málið til skoðunar.

Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar
Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum.

Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum.

Féll af hjóli í Urriðaholti
Einstaklingur á hjóli var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir umferðarslys á Holtsvegi í Urriðaholti í Garðabæ í morgun.

Rafmagn komið aftur á í Garðabæ
Rafmagnslaust varð í Garðabæ fyrr í kvöld vegna háspennubilunar. Útleysing varð í aðveitustöð A7.

Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt
Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn.

Aðhald til varnar sterkri stöðu
Við ætlum að halda áfram að veita toppþjónustu í Garðabæ og við höfum skýr markmið að vera besti staðurinn til að búa á, nú sem endranær. Við viljum vera samfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu til ánægðra íbúa.

Eigandi Mathúss Garðabæjar selur slotið á Arnarnesi
Jóhanna Bjargey Helgadóttir einn af eigendum Mathúss Garðabæjar hefur sett glæsilegt einbýlishús við Blikanes 16 í Garðabæ til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 275 milljónir.

Víða heitavatnslaust annað kvöld
Heitavatnslaust verður í Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti á morgun, 8. nóvember, frá klukkan 22 og fram á nótt.

Sjálfstæðismenn í Garðabæ vilja hækka útsvar umtalsvert
Sjálfstæðismenn í Garðabæ, sem fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, leggja til að útsvar verði hækkað um 0,56 prósentustig í nýrri fjárhagsáætlun fyrir næstu fjögur ár.

Jakob Helgi og Stella selja 170 milljóna glæsihús í Garðabæ
Jakob Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri Modulus, og eiginkona hans, Bryndís Stella Birgisdóttir, innanhúshönnuður, hafa sett glæsilegt parhús við Stígprýði 4 í Garðabæ til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 169,9 milljónir.

Guðni vann hetjudáð þegar maður hneig til jarðar
„Fallegt að sjá Guðna forseta stíga sterkt inn þegar gamall maður hneig niður í Ikea. Litla góða Ísland í hnotskurn,“ skrifar Katrín Oddsdóttir lögmaður á Facebook-síðu sína í dag.