Reykjavík

Fréttamynd

Opna skimunarstöð fyrir skyndipróf á BSÍ

Skimunarstöð fyrir hraðpróf hefur verið opnuð í húsnæði BSÍ í Reykjavík en hún er sérstaklega ætluð þeim sem ætla úr landi. Um er að að ræða skyndipróf sem framkvæmd eru af einkaaðila en tekin gild á landamærum.

Innlent
Fréttamynd

Gleðirendur málaðar í Ingólfsstræti

Hinsegin dagar 2021 hófust með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu í hádeginu. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri.

Lífið
Fréttamynd

Hinsegin dagar hefjast á morgun

Hinsegin dagar 2021 hefjast með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu klukkan 12 á morgun, þriðjudag. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga starfsfólki í vikunni vegna álags

Álag er á starfsfólki sýnatökuhússins við Suðurlandsbraut, en langar raðir í sýnatöku virðast nú daglegt brauð. Verkefnastjóri skimana segir að von sé á fleira starfsfólki í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er ekkert hrædd við þetta“

„Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn fyrir að yfir­gefa far­sótta­hús fullur

Lög­regla hand­tók mann við Hlemm klukkan að verða ellefu í gær­kvöldi en sá átti að vera í far­sótta­húsi. Hann hafði yfir­gefið far­sótta­húsið ofur­ölvi í gær­kvöldi og var sökum á­stands síns vistaður í fanga­geymslu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þjófur sló starfs­mann og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gær vegna þjófnaðar í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar starfsmenn verslunarinnar hafi gert tilraun til þess að yfirbuga þjófinn, hafi hann slegið annan starfsmanninn í andlitið. 

Innlent
Fréttamynd

Emma Wat­son á Ís­landi

Leikkonan og aðgerðasinninn Emma Watson er stödd á Íslandi og sást til hennar á röltinu í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Lífið
Fréttamynd

Töfranámskeið fyrir eldri borgara slær í gegn

Eldri borgarar sóttu töfranámskeið í sólinni í dag. Töframaðurinn segir námskeiðin sporna gegn félagslegri einangrun og nemendurnir segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin með töfrabrögðum á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Klappað og fagnað þegar sex ára stúlka fann móður sína aftur

Inni­legir og fal­legir fagnaðar­fundir urðu hjá móður og sex ára dóttur hennar á Óðinstorgi í Þingholtunum í gær eftir að stúlkan hafði týnst í um klukku­stund. Hún var í heim­sókn í hverfinu, ókunnug því og villtist því þegar hún ráfaði í burtu.

Innlent
Fréttamynd

Halda tón­listar­há­tíð þrátt fyrir allt

Það styttist í Verslunarmannahelgi og vegna faraldurs kórónuveirunnar er ýmist búið að aflýsa eða fresta bæjarhátíðum um land allt. Þrátt fyrir það ætla veitingamenn á Skuggabaldri við Pósthússtræti að halda uppi fjöri í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi sjúkraflutninga í gær

„Svei mér þá ef ekki enn eitt metið sé fallið,“ þetta segir í tilkynningu sem Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook í dag. Slökkviliðið sinnti alls 186 sjúkraflutningum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Velti bíl undir áhrifum og smitaður af Covid-19

Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um bílveltu á Bústaðavegi. Ökumaður bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá er ökumaðurinn smitaður af Covid-19 og hefði átt að vera í einangrun.

Innlent